Fjodor 2. (rússneska: Фёдор II Борисович; 158920. júní 1605) var Rússakeisari á rósturtímunum í Rússlandi, sonur og eftirmaður Boris Godúnovs. Móðir hans var dóttir hins illræmda Maljúta Skúratovs, eins leiðtoga lögreglusveita Ívans grimma.

Morðið á Fjodor og móður hans. Málverk eftir Konstantín Makovskíj frá 1862.

Honum var snemma ætlað að taka við stjórn landsins af föður sínum og hlaut því bestu fáanlegu menntun og þjálfun í stjórnmálum. Hann teiknaði m.a. elsta Rússlandskort sem vitað er um eftir Rússa.

Þegar Godúnov lést eftir veikindi var hann kjörinn keisari 13. apríl 1605, sextán ára gamall. Þótt faðir hans hefði gert sitt besta til að raða traustum mönnum í kringum son sinn urðu óvinir hans honum yfirsterkari og þegar hinn falski Dimitríj 1. (sem þóttist sonur Ívans grimma) krafðist afsagnar hans á Rauða torginu í Moskvu réðust nokkrir bojarar, andsnúnir Godúnov, inn í Kreml og tóku hann og móður hans höndum 1. júní. 20. júní tók Dimitríj við völdum og mánuði síðar var Fjodor kyrktur til bana í íbúð sinni ásamt móður sinni. Sagt er að það hafi þurft fjóra menn til að yfirbuga hann.


Fyrirrennari:
Boris Godúnov
Rússakeisari
(1605 – 1605)
Eftirmaður:
Dimitríj 1.