Fernando António Nogueira Pessoa (13. júní 188830. nóvember 1935) var portúgalskt ljóðskáld og er af mörgum talinn eitt helsta ljóðskáld 20. aldar.

Fernando Pessoa

Pessoa fæddist í Lissabon. Faðir hans lést úr berklum þegar Pessoa var enn þá barn að aldri. Eftir að faðir hans lést giftist móðir hans João Miguel Rosa, ræðismanni Portúgals í Durban, Suður-Afríku, og þangað fluttist fjölskyldan. Pessoa lærði ensku í Durban og Höfðaborg og skrifaði sín fyrstu verk á ensku undir miklum áhrifum frá William Shakespeare og John Milton. Hann flutti aftur til Lissabon þegar hann var 17 ára til að nema við háskólann í borginni. Stúdentaverkfall gerði hins vegar þær fyrirætlanir að engu og hann hóf að vinna fyrir kaupsýslumann sem ritari og skjalaþýðandi.

Bókin Skáldið er eitt skrípatól. Um ævi og skáldskap Fernando Pessoa eftir Guðberg Bergsson kom út hjá JPV útgáfu árið 2019. Bókin er að hluta til fræðirit og að hluta til þýðingar á verkum Pessoa.

Æviágrip breyta

  • 1888: Fæddur Fernando Antônio Nogueira Pessoa, þann 13. júní í Largo de São Carlos, Lissabon.
  • 1893: Faðir hans lest úr berklum og fjölskyldan þurfti að bjóða upp hluta af eignum sínum.
  • 1894: Fyrsta dulnefni Fernando Pessoa var Chevalier de Pas.
  • 1895: Fyrsta ljóðið sem hann skrifaði hlaut titilinn Til elsku móður minnar (À Minha Querida Mamã). Móðir hans giftist João Miguel Rosa, portúgalska ræðismanninum í Durban.
  • 1899: Skráist í gagnfræðaskóla Durban þar sem hann dvelst við nám í þrjú ár og nær einni hæstu einkunn skólans. Býr til dulnefnið Alexander Search.
  • 1901: Skrifar fyrstu ljóðin sín á ensku. Flyst með fjölskyldu sinni til Portúgal.
  • 1902: Fjölskyldan kemur til Lissabon í júní. Í september snýr Pesso einn aftur til Suður-Afríku. Gerir tilraun til að skrifa skáldsögur á ensku.
  • 1903:Tekur próf í háskólanum í Góðravonarhöfða. Hlýtur ekki góðar einkunnir er nær hæstu einkunn af 899 nemendum fyrir ritgerð á ensku.
  • 1904: Lýkur námi sínu í Suður-Afríku.
  • 1905: Snýr aftur til Lissabon, þar sem hann býr hjá frænku sinni. Heldur áfram að skrifa ljóð á ensku.
  • 1907: Fjölskyldan snýr enn og aftur til Durban. Pessoa flyst til ömmu sinnar sem deyr í ágúst og lætur honum eftir nokkurn arf.
  • 1908: Byrjar að starfa sem ritari fyrir auglýsingastofu.
  • 1910: Skrifar ljóð og prósa á portúgölsku, ensku og frönsku.
  • 1912: Tekur til starfa sem gagnrýnandi og hlýtur sem slíkur misjöfn viðbrögð hjá elítu portúgals.
  • 1913: Skrifar líkt og hann eigi lífið að leysa, þ.á m. Sjómanninn (O Marinheiro).
  • 1914: Býr til dulnefnin Álvaro de Campos, Ricardo Reis og Alberto Caeiro. Skrifar ljóðin í bókinni Fjárhirðirinn (O Guardador de Rebanhos) og sömuleiðis Bók óróleikans (O Livro do Desassossego).
  • 1918: Gefur út ljóð á ensku, sem m.a. fá ágæta umfjöllun í blaðinu Times.
  • 1920: Kynnist Ophélia Queiroz. Móðir hans snýr aftur til Portúgal ásamt bræðrum hans. Leggst í mikið þunglyndi í október og íhugar að láta leggja sig inn á heilsuhæli. Slítur sambandi við Ophélia.
  • 1921: Gefur út ensk ljóð sín í Olisipo.
  • 1925: Missir móður sína þann 17. mars.
  • 1929: Tekur aftur saman við Ophélia.
  • 1931: Slítur aftur sambandi sínu við Ophélia.
  • 1934: Gefur út bókina Skilaboð.
  • 1935: Deyr þann 30. nóvember. Síðasta setningin sem hann skrifar, og það á ensku, er: ‘Ég veit ekki hvað morgundagurinn ber í skauti sér’.

Tenglar breyta

 
Wikivitnun er með safn tilvitnana á síðunni
 
Á Wikiheimild er að finna texta sem tengist

erlendir

   Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.