Felix Teodor Hamrin (14. janúar 187527. nóvember 1937) var sænskur stjórnmálamaður og forsætisráðherra Svíþjóðar frá 6. ágúst 1932 til 24. september 1932 en samhliða því gegndi hann starfi utanríkisráðherra. Hamrin er sá forsætisráðherra Svíþjóðar sem setið hefur skemst eða aðeins 50 daga. Hann sat á þingi frá 1912 til 1914 og frá 1918 til 1937. Hamrin var formaður hins hægrisinnaða miðjuflokks Þjóðarflokksins (s. Folkpartiet) 1934-1936.

Felix Hamrin

Hamrin átti sæti í ríkisstjórnum Carl Gustaf Ekman en hann gegndi embætti viðskiptaráðherra í fyrri ríkisstjórn Ekman frá 1926 to 1928 og fjármálaráðherra í seinni ríkisstjórn Ekman, frá 1930 til 1932. Eftir að Ekman sagði af sér skömmu fyrir kosningar 1932 tók Hamrin við sem forsætisráðherra og gegndi því embætti þar til eftir kosningar. Sósíaldemókrataflokkurinn vann stórsigur í kosningunum og að þeim loknum tók leiðtogi þeirra, Per Albin Hansson við stjórnartaumunum.

  Þetta æviágrip sem tengist stjórnmálum er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.