Fósturvísir er frumstig þroskans í sumum lífverum.[b] Í lífverum sem fjölga sér með kynæxlun verður fósturvísir til út frá okfrumunni, þeirri frumu sem verður til við frjóvgun þegar eggfruma konu og sæðisfruma karls sameinast. Okfruman skiptir sér í fleiri frumur með frumuskiptingu, og fósturvísir verður til.

Svona lítur fósturvísir mannverunnar út 7 vikum eftir frjóvgun (eða kominn 9 vikur á leið í meðgöngu).[a]

Í meðgöngu mannsins kallast barn fósturvísir þar til á 9. viku eftir frjóvgun (sem er 11. vika meðgöngu),[a] eftir það kallast það fóstur.

Skýringar breyta

  1. 1,0 1,1 Meðganga er talin í fjölda vikna eftir síðustu blæðingar, en frjóvgunin sjálf verður vanalega um 2 vikum eftir blæðingar.
  2. Í fjölfruma heilkjörna tvílitna(en) lífverum.
   Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.