Fáni Jemens samanstendur af þremur láréttum borðum. Efsti borðinn er rauður en fyrir neðan hann er hvítur borði og svo er neðsti borðinn svartur. Hlutföll fánans eru 2:3.

Fáninn er með þremur af fjórum arabískum litum þar sem aðeins grænn vantar. Fáninn er byggður á þeim fánum sem Norður-Jemen og Suður-Jemen höfðu þar til þau sameinuðust að nýju 1990. Báðir þessir fánar voru með stjörnum sem ekki var haldið við.

Rauði liturinn táknar byltinguna sem klauf Jemen í tvennt en síðan 1990 hafa löndin tvö verið sameinuð. Hvíti liturinn táknar friðsamlega sameiningu ríkjanna en svarti liturinn táknar dimmu fortíðina.

Fáninn tók formlega gildi 22. maí 1990.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.