Eyrarsundsbrúin er blönduð bita- og hengibrú sem tengir saman Danmörku og Svíþjóð yfir Eyrarsund milli Amager og Skáns, rétt sunnan við Málmey. Eyrarsundsgöngin liggja frá Kastrup á Amager fyrsta hluta leiðarinnar yfir á Piparhólma þar sem brúin byrjar. Yfir brúna liggja hraðbraut og tvær járnbrautir.

Eyrarsundsbrúin

Smíði brúarinnar lauk 14. ágúst 1999 en vegurinn var vígður 1. júlí árið 2000.

  Þessi samgöngugrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.