Eric Christian Olsen

Eric Christian Olsen (fæddur 31. maí 1977) er bandarískur leikari sem er þekktastur fyrir hlutverk sín í NCIS: Los Angeles, Not Another Teen Movie og Dumb and Dumberer: When Harry Met Lloyd .

Eric Christian Olsen
Olsen á Monte-Carlo Television Fesival
Olsen á Monte-Carlo Television Fesival
Upplýsingar
FæddurEric Christian Olsen
31. maí 1977 (1977-05-31) (46 ára)
Ár virkur1997 -
Helstu hlutverk
Marty Deeks í NCIS: Los Angeles
Austin í Not Another Teen Movie
Lloyd í Dumb and Dumberer: When Harry Met Lloyd

Einkalíf breyta

Olsen fæddist í Eugene í Oregon en ólst upp í Bettendorf í Iowa. Olsen fékk áhuga á leiklist í grunnskóla og kom fram í leikritum og söngleikjum í menntaskóla. Olsen lærði hjá ComedySportz Quad Cities og varð síðan meir einn af meðlimum hópsins.[1]

Ferill breyta

Sjónvarp breyta

Fyrsta hlutverk Olsen var í sjónvarpsauglýsingu fyrir Whitey ísfyrirtækið. Árið 1997 þá kom Olsen fram í sjónvarpsþættinum Beyond Belief: Fact or Fiction sem var fyrsta hlutverk hans í sjónvarpi. Síðan þá hefur hann komið fram í þáttum á borð við: ER, Smallville, 24, Tru Calling og Brothers & Sisters. Árið 1999 þá var honum boðið hlutverk í Get Real sem Cameron Green sem hann lék til ársins 2002. Lék hann síðan gestahlutverk í Community og Hero Factory. Hefur hann síðan 2010 leikið eitt af aðalhlutverkunum í NCIS: Los Angels sem LAPD lögreglumaðurinn Marty Deeks.

Kvikmyndir breyta

Fyrsta kvikmyndahlutverk Olsen var árið 2001 í Mean People Suck. Kom hann síðan fram í kvikmyndum á borð við Pearl Harbor, Not Another Teen Movie og Local Boys. Árið 2003 þá var honum boðið eitt af aðalhlutverkunum í Dumb and Dumberer: When Harry Met Lloyd sem Lloyd Christmas. Síðan þá hefur hann komið fram í kvikmyndum á borð við: Beerfest, License to Wed, Eagle Eye, The Back-up Plan og The Thing.

Kvikmyndir og sjónvarp breyta

Kvikmyndir
Ár Kvikmynd Hlutverk Athugasemd
2001 Mean People Suck Nick
2001 Not Another Teen Movie Austin
2002 Local Boys Randy Dobson
2002 The Hot Chick Jake
2003 Dumb and Dumberer: When Harry Met Lloyd Lloyd Christmas
2004 Cellular Chad
2004 Mojave Josh
2006 Beerfest Gunter
2006 The Last Kiss Kenny
2007 License to Wed Carlisle
2007 The Comebacks Erlendur skiptinemi
2008 Sunshine Cleaning Randy
2008 Eagle Eye Craig
2009 Fired Up! Nick Brady
2009 The Six Wives of Henry Lefay Lloyd
2010 The Back-up Plan Clive
2011 The Thing Adam Goodman
2011 Celeste and Jesse Forever Tucker Í eftirvinnslu
Sjónvarp
Ár Titill Hlutverk Athugasemd
1997 Beyond Belief: Fact or Fiction ónefnt hlutverk 2 þættir
1998 Black Cat Run Bensínstöðva starfsmaður Sjónvarpsmynd
1999 Arthur´s Quest Artie
King Arthur
Sjónvarpsmynd
1999 Turks Kevin Williams Þáttur: Friends & Strangers
1999 ER Travis Mitchell Þáttur: Responsible Parties
2000 Lessons Learned ónefnt hlutverk Sjónvarpsmynd
2001 Ruling Class Bill Olszewski Sjónvarpsmynd
2001 Smallville Ungur Harry Bollston Þáttur: Hourglass
2002 24 John Mason Þáttur: Day 2: 2:00 p.m.-3:00 p.m.
1999-2002 Get Real Cameron Green 22 þættir
2005 Tru Calling Jensen Ritchie 5 þættir
2007 The Hill Matt O´Brien Sjónvarpsmynd
2007 Write & Wrong Jason ´Krueger´ Langdon Sjónvarpsmynd
2006-2007 The Loop Sully Sullivan 17 þættir
2008-2009 Brothers & Sisters Kyle DeWitt 6 þættir
2009-2010 Community Vaughn 4 þættir
2010 Kick Buttowski: Suburban Daredevil Wade 6 þættir
2010 Neighbors from Hell Wayne Þáttur: Gay Vampire Mexican
2010-2011 Hero Factory William Furno 5 þættir
2010-2023 NCIS: Los Angeles Marty Deeks 33 þættir


Verðlaun og tilnefningar breyta

Razzie-verðlaunin

Teen Choice-verðlaunin

Young Artist-verðlaunin

  • 2000: Tilnefndur fyrir besta unga leikaraliðið fyrir Get Real.

Tilvísanir breyta

  1. „Eric Christian Olsen aðdáendasíða“. Afrit af upprunalegu geymt þann 26. október 2011. Sótt 17. október 2011.

Heimildir breyta

Tenglar breyta