Elon Musk

Suður-afrískur og bandarískur athafnamaður

Elon Reeve Musk fæddist 28. júní 1971 í Suður-Afríku, er suður-afrískur og bandarískur eðlisfræðingur, athafnamaður og fjárfestir. Hann er stofnandi, forstjóri og yfirverkfræðingur flug- og geimferðafyrirtækisins SpaceX; , forstjóri rafbílafyrirtækisins Tesla, Inc.; eigandi og forstjóri Twitter, Inc.; stofnandi The Boring Company; með-stofnandi Neuralink og OpenAI.

Elon Musk
Elon Musk árið 2018.
Fæddur28. júní 1971 (1971-06-28) (52 ára)
ÞjóðerniSuður-afrískur, kanadískur og bandarískur
MenntunPennsylvaníuháskóli (BA, BS)
StörfAthafnamaður
MakiJustine Wilson (g. 2000; sk. 2008)
Talulah Riley (g. 2010; sk. 2012; g. 2013; sk. 2016)
Grimes (í sambúð 2018–2021)
Börn10
Undirskrift

Musk var talinn 21. af áhrifamesta fólki heims á lista Forbes frá 2016. Hann var 23. ríkasta manneskja heims árið 2020. Í janúar árið 2021 var hann metinn ríkasti maður í heimi[1] en hann féll niður um sæti næsta mánuð eftir lækkun á hlutabréfaverði Tesla.[2] Hann var aftur metinn ríkasti maður heims undir lok ársins.

Tímaritið Time valdi Musk sem mann ársins árið 2021.[3] Árið 2022 keypti Musk samfélagsmiðilinn Twitter fyrir 44 milljarða Bandaríkjadala eða tæplega 5.700 milljarða íslenskra króna.[4]

Árið 2022 sló Musk það heimsmet að tapa meiri fjármunum á einu ári en nokkur annar. Hann tapaði 165 millj­örðum banda­ríkja­dala frá nóv­em­ber 2021 til des­em­ber 2022 vegna hruns í andvirði Teslu.[5]

Athygli vakti árið 2023 þegar Haraldur Þorleifsson, athafnamaður, sendi Musk skilaboð um stöðu sína hjá fyrirtækinu en hann virtist ekki lengur vera starfsmaður Twitter og lokað var fyrir aðgang hans. Í mars sendi hann Musk spurningu á Twitter um uppsögn sína og fékk síðar staðfestingu á því frá mannauðsstjórn fyrirtækisins. Musk var á því að Haraldur þjónaði ekki nokkrum mikilvægum störfum á Twitter sem kallað gæti og væri að bera fyrir sig fötlun. Musk baðst síðar afsökunar og sagðist hafa fengið rangar upplýsingar og bauð honum að halda áfram hjá fyrirtækinu.[6]

Tilvísanir breyta

  1. Sylvía Hall (7. janúar 2021). „Musk tekur fram úr Bezos“. Vísir. Sótt 8. janúar 2021.
  2. „Ekki ríkastur lengur eftir lækkun Tesla“. Viðskiptablaðið. 23. febrúar 2021. Sótt 24. febrúar 2021.
  3. Þorvarður Pálsson (13. desember 2021). „Elon Musk valinn maður ársins“. Fréttablaðið. Sótt 13. desember 2021.
  4. Georg Gylfason (25. apríl 2022). „Kaup Elon Musk á Twitter stað­fest“. Fréttablaðið. Sótt 10. apríl 2022.
  5. „Enginn tapað meiri auðæfum“. mbl.is. 12. janúar 2023. Sótt 13. janúar 2023.
  6. Musk segir Harald áfram á launum hjá Twitter og biðst afsökunar Rúv, sótt 8/3 2023
   Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.