Elding er útrás af rafmagni úr skýi og henni fylgir oft þruma. Eldingar koma helst fyrir í þrumuveðri en stundum við eldgos, sandbylji og skógarelda. Hraði eldinga getur verið allt að 60.000 m/s og hitastigið allt að 30.000 °C. Á þessu hitastigi er nógu heitt að bræða kísl saman í sandi og við þetta getur gler myndast. Það eru um það bil 16 milljónir þrumuveðra á hverju ári um allan heim. Eldingar valda jónun í loftinu í kringum þær og svo myndast köfnunarefnisoxíð sem breytist þá í saltpéturssýru sem plöntur geta neytt.

Elding

Ekki er vitað nákvæmlega hvernig eldingar myndast. Það eru til margar mismunandi kenningar um myndun þeirra, til dæmis skoðaðar hafa verið breytingar í loftinu (í vindhraða, rakastigi, núningi og loftþrýstingi) og áhrif sólvinds. Framkoma íss í skýjum er talin koma einhverju við myndun eldinga og stungið hefur verið upp á að hann geti breytt rafhleðslu skýs og þá valdið eldingum.

  Þessi eðlisfræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.