Eldborgarhraun liggur vestan við þjóðveginn á milli Kaldár og Haffjarðarár. Kaldá aðgreinir Eldborgarhraun (33 km2) og Barnaborgarhraun 9 km2). Hraunið er vel kjarri vaxið og einnig er þar nokkuð skóglendi. Skógurinn var mikið höggvin á árum áður, en er í örum vexti og er eldra (sjá neðar) hraunið víða vaxið allþéttu háu birki. Sjálf Eldborgin er formvogur eldstöð sem rís um 60 m yfir hraunið í kring og keilan um 50 m djúpur gígur, sá stærsti af fimm á um 1 km langri gossprungu. Jarðfræðingar eru ekki sammála um aldur hraunsins og telja sumir að það hafi myndast í einu gosi fyrir um 5-8 þúsund árum en aðrir að það hafi myndast í tveimur gosum og það yngra runnið á sögulegum tíma. Ætla má að taki um 3 tíma að ganga um Eldborgarhraun og upp á sjálfa Eldborgina.

Heimildir breyta

  • Björn Hróarsson. Á ferð um landið, Snæfellsnes. Mál og Menning. ISBN 9979-3-0853-2.
  • Einar Haukur Kristjánsson. Ferðafélag Íslands, Árbók 1986, Snæfellsnes norðan fjalla. Ferðafélag Íslands.
   Þessi landafræðigrein sem tengist Íslandi er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.