Eimsnælda [1] (eða gufukúla) (fræðiheiti: aeolopile) er gufuknúinn vél sem Heron frá Alexandríu fann upp, og er fyrsta gufuvélin sem sögur fara af, svo vitað sé. Eimsnælda hans var hol málmkúla með tveimur stútum og var föst við snúningslegur. Snúningslegurnar voru fastar við íholar pípur sem lágu ofan í vatnsketil sem var lokaður. Undir honum var kveiktur eldur og þegar vatnið fór að sjóða þrýstist gufan upp í eimsnælduna sem við það tók að snúast.

Eimsnælda Heróns

Eimsnælda var einnig tæki sem notað var til að auka vélaafl og minnka kolaeyðslu gufuvéla í upphafi 20. aldar. [2] [3]

Tilvísanir breyta

  1. „Orðabók Háskólans“. Afrit af upprunalegu geymt þann 6. mars 2016. Sótt 20. maí 2008.
  2. Lesbók Morgunblaðsins 1934
  3. Morgunblaðið 1933
   Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.