Eggert Þorleifsson

íslenskur leikari

Eggert Þorleifsson (fæddur 18. júlí 1952) er íslenskur leikari. Hann er meðal annars þekktur fyrir leik sinn með Karli Ágústi Úlfssyni í -líf myndum Þráins Bertelssonar og sem Dúddi rótari í kvikmynd Ágústs Guðmundssonar Með allt á hreinu. Eggert hefur einnig talað inn á helling af teikimyndum og er hann líklega þekkastur fyrir að hafa talað fyrir allar persónur í upprunalegu íslensku útgáfu af ævintýrum Tinna.

Eggert Þorleifsson
FæddurEggert Þorleifsson
18. júlí 1952 (1952-07-18) (71 árs)
Fáni Íslands Ísland

Kvikmynda- og sjónvarpsþáttaferill breyta

Ár Kvikmynd/Þáttur Hlutverk Athugasemdir og verðlaun
1982 Með allt á hreinu Dúddi Einnig handritshöfundur
1983 Nýtt líf Þór Magnússon
1984 Dalalíf Þór Magnússon
1985 Skammdegi
Löggulíf Þór Magnússon
1986 Stella í orlofi Ágúst Læjónsmaður
1987 Skytturnar Billjardspilari
1988 Foxtrot Refaskyttur
1992 Ingaló Ásgeir
Sódóma Reykjavík Aggi Flinki
Áramótaskaupið 1992
1993 Stuttur Frakki Egill
Áramótaskaupið 1993
1994 Áramótaskaupið 1994
1995 Í draumi sérhvers manns
1996 Draumadísir Kvikmyndagerðarmaður
1999 Old Spice
Áramótaskaupið 1999
2000 Fíaskó Samúel
Áramótaskaupið 2000
2001 Villiljós Albert
Áramótaskaupið 2001
2002 Stella í framboði Bæjarfulltrúi 1
2004 Í takt við tímann Dúddi Einnig handritshöfundur
2007 Stóra planið Haraldur
2011 Kurteist fólk Markell

Tenglar breyta

   Þetta æviágrip sem tengist leikurum og Íslandi er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.