Dictionary of the Scots Language

Dictionary of the Scots Language – (skammstafað DSL) – (skoska: Dictionar o the Scots Leid) – er skosk-ensk orðabók í netútgáfu, í umsjón Scottish Language Dictionaries Ltd. Orðabókin er aðgengileg á netinu án endurgjalds, og hefur að geyma tvær stærstu orðabækur um skoska tungu:

Samanlagt hafa þessi 22 bindi að geyma fyllstu upplýsingar sem til eru um sögu skoskrar tungu. Auk orðasafnsins hafa bókaskrár, eða skrár um orðtekin rit, verið gerðar aðgengilegar á netinu.

Árið 2005 var bætt við gagnagrunninn nýjum viðauka, sem var unninn á vegum Scottish Language Dictionaries Ltd.

Undirbúningur netútgáfunnar var verkefni á vegum Háskólans í Dundee, frá febrúar 2001 fram í janúar 2004, með fjárstuðningi Scottish Executive, Arts and Humanities Research Board, Scottish Language Dictionaries Ltd, Russell Trust og Carnegie Trust for the Universities of Scotland. Verkefnisstjóri var Victor Skretkowicz og ritstjóri Susan Rennie.

Tengt efni breyta

Tenglar breyta