Daron Vartan Malakian (fæddur 18. júlí 1975) er bandarískur tónlistarmaður af armenskum uppruna. Hann er gítarleikari þungarokkssveitarinnar System of a Down. Malakian hefur samið og útsett bróðurpart tónlistar sveitarinnar og í seinni tíð einnig tekið þátt í textasmíðum.

Daron Malakian

Ævisaga breyta

Malakian er einbirni hjónanna Vartan og Zepur Malakian, en þau fluttu frá Írak til Hollywood árið sem Daron fæddist. Hann lét sig dreyma um að spila á trommur í hljómsveit og ungur að árum kynntist hann hljómsveitum á borð við Van Halen, Iron Maiden, Judas Priest og Motörhead. 12 ára fór hann að fikta við gítarleik. Í skóla kynntist hann síðan Serj Tankian og saman stofnuðu þeir hljómsveitina Soil sem síðan breyttist í System of a Down.

Þegar System of a Down tók sér hlé frá spilamennsku árið 2006 sneri Malakian sér að verkefninu Scars on Broadway með Shavo Odadijan. Með því ætla þeir sér að bræða saman þungarokk og raftónlist og tvinna auk þess saman við hana armenskri tónlist.

Annað breyta

  • Vartan Malakian, faðir Darons, hannaði framhliðar Mezmerize og Hypnotize platnanna, auk þess sem hann hannaði heimasíðu System of a Down.