Chester (borið fram [/ˈtʃɛstər/]) er borg í sýslunni Cheshire í Norðvestur-Englandi. Borgin stendur við ána Dee og austan landamæra Wales. Íbúar voru 118.200 manns í borginni árið 2011 og um 332.000 á þéttbýlissvæðinu árið 2014. Hún er stærsta og þéttbyggðasta borgin á þéttbýlissvæði Chester West and Chester. Borgin fékk borgarréttindi árið 1541.

Bridge Street

Chester var stofnuð sem „castrum“, þ.e. rómverskt virki, undir nafni Deva Victrix árið 79 e.Kr. Legio II Adiutrix lagði grunninn að borginni meðan á stjórn Vespasíanusar keisara stóð. Aðalgöturnar fjórar: Eastgate, Northgate, Watergate og Bridge Street, liggja eins og þær sem voru upphaflega lagðar fyrir um það bil 2000 árum síðan. Deva, ein þriggja rómverskra herstöða, varð stór borg í Rómverska skattlandinu Brittanía. Eftir að Rómverjar yfirgáfu skattlandið á 5. öld tryggðu Saxar borgina gegn Dönum og gáfu borginni nafn hennar. Verndarengill Chester, Werburgh, er grafinn í dómkirkjunni í Chester.

Chester var ein síðasta borgin í Englandi sem Normannar hertóku á tímum normannskra landvinninga. Vilhjálmur 1. bastarður skipaði að kastali yrði byggður til þess að styrkja borgina. Árið 1071 stofnaði hann stöðu jarlsins af Chester.

Í borginni eru nokkar miðaldabyggingar en sumar þeirra voru gerðar upp á Viktoríutímabilinu. Í Chester eru borgarmúrar sem eru enn í mjög góðu ástandi, því ef litið er framhjá einum stað á múrnum þá er hann næstum því óskemmdur.

Á tímum Iðnbyltingarinnar voru byggðar járnbrautir, síki og vegir. Á þeim tíma stækkaði borgin mikið. Nokkur dæmi af viktoríönskum arkitektúr, eins og ráðhúsíð í Chester og Grosvenor-minjasafnið, eru í Chester.

Í Chester er einn stærsti dýragarður Bretlands.

Heimildir breyta