Charlie Hebdo (íslenska: „Charlie vikulega“) er franskt tímarit sem kemur út vikulega með skopmyndum, greinum, ritdeilum og bröndurum. Sjónarmið tímaritsins er óhefðbundið og lotningarlaust, en það styður veraldarhyggju, trúleysi og vinstristefnu og gagnrýnir kynþáttahatur, trúarbrögð (kaþólsku, gyðingdómi og íslam) og öfgahægriflokka (sérstaklega Front National). Tímaritið kom fyrst út árið 1970, en útgáfa þess var hætt árið 1981. Svo snéri það aftur árið 1992. Núverandi ritstjóri tímaritsins er Gerard Biard.

Slagorðið je suis Charlie varð mikið notað til stuðnings tjáningarfrelsi í kjölfar skotaárásarinnar 2015

Tímaritið hefur verið þolandi tveggja hryðjuverksárása. Sú fyrsta var árið 2011 þegar eldsprengjum var kastað inn á skrifstofur Charlie Hebdo. Talið er að þetta hefur verið viðbrögð við skopmydum af Múhameði sem voru gefnar út í tímaritinu. Önnur árásin var árið 2015 en tveir byssumenn komust inn á skrifstofur tímaritsins og drápu tólf starfsmenn þess. Meðal fórnarlamba var Stéphane Charbonnier („Charb“), fyrrverandi ritstjóri tímaritsins.

Fyrrverandi ritstjórar Charlie Hebdo voru François Cavanna (1969–1981) og Philippe Val (1992–2009). Tímaritið kemur út á hverjum miðvikudegi. Lesendafjöldi þess um 45.000 til 60.000 manns, en met þetta var slegið þegar fyrsta tímablaðið eftir skotaárásina kom út. Þá seldust yfir sjö milljónir eintaka á sex tungumálum.

teikning af dagblaði  Þessi dagblaðs eða tímaritagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.