Charles Bronson (f. Charles Dennis Buchinsky; 3. nóvember 192130. ágúst 2003) var bandarískur leikari sem er aðallega þekktur fyrir leik sinn í vestrum, stríðsmyndum og spennumyndum á borð við Sjö hetjur (The Magnificent Seven – 1960), Flóttinn mikli (The Great Escape – 1963), Tólf ruddar (The Dirty Dozen – 1967) og Einu sinni var í Villta Vestrinu (C'era una volta il West – 1968). Hann lék einnig aðalhlutverkið í kvikmyndaröðinni Auga fyrir auga (Death Wish – 1974 – 1994).

Charles Bronson
Upplýsingar
FæddurCharles Dennis Buchinsky
3. nóvember 1921(1921-11-03)
Ehrenfeld, Pennsylvania
Dáinn30. ágúst 2003 (81 árs)
Los Angeles
Ár virkur1950-1999
Helstu hlutverk
Bernardo O'Reilly í Sjö hetjur
Danny Velinski í Flóttinn mikli
Joseph Wladislaw í Tólf ruddar
Harmonica í Einu sinni var í Villta Vestrinu
Paul Kersey í Auga fyrir auga

Hann ólst upp sem eitt fimmtán barna örfátækra foreldra af litháískum ættum og lærði fyrst að tala ensku sem táningur. Hann barðist í síðari heimsstyrjöld og fékk áhuga á leiklist eftir stríðið. 1950 flutti hann til Hollywood og hóf að taka að sér lítil hlutverk í kvikmyndum. Fyrsta stóra kvikmyndahlutverk sitt fékk hann í kvikmynd Alan Ladd, Hefnd rauðskinnans (Drum Beat) árið 1954 þar sem hann lék óvinveittan indíána. Sama ár breytti hann eftirnafni sínu úr Buchinsky í Bronson vegna ótta við McCarthy-nefndina.

Tenglar breyta

Charles Bronson á Internet Movie Database

   Þetta æviágrip sem tengist kvikmyndum er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.