Caveat emptor er latneskt hugtak og þýðir Vara þig, kaupandi eða kaupandinn gæti sín og er meginregla í samningalögfræði við sölu á fasteignum eftir undirskrift kaupsamnings eða afsals og getur einnig átt við um þjónustu eða aðrar söluvörur. Orðasambandið og notkun þess sem frávísun ábyrgðar koma upp þegar seljandinn hefur meiri vitneskju um söluvöru sína en kaupandinn. Það ástand er nefnt upplýsingamisræmi. Gallar í söluvöru eða þjónustu eru oftast nefndir „faldir gallar“ á íslensku og sé hægt að sanna að gallar hafi verið faldir vísvitandi gildir ekki relgan. Víða er algengt að tekið sá á upplýsingamisræmi milli kaupanda og seljanda með löglega bindandi ábyrgðarsamningi einsog ábyrgðarskirteini eða öðru álíka samningi. En án slíks samning gildir oft hin forna regla, að kaupandinn vari sig.

Tengt efni breyta

   Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.