Broddfura

Trjátegund í flokki barrtrjáa

Broddfura (fræðiheiti Pinus aristata), einnig kölluð broddafura, er meðalstórt barrtré af þallarætt. Tréð verður 5–15 m hátt og ummál bols allt að 1,5 m. Nálarnar eru fimm 2,5 til 4 sm langar. Könglar eru 5-10 sm langir og 3-4 sm breiðir þegar þeir eru lokaðir og eru þeir fjólubláir í fyrstu en gulna seinna. Broddfura á sín náttúrulegu heimkynni hátt til fjalla í 2500-3700 metra hæð í Colorado, Nýju Mexíkó og á takmörkuðu svæði í Arizóna.

Broddfura

Ástand stofns
Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
Fylking: Berfrævingar (Pinophyta)
Flokkur: Barrtré (Pinopsida)
Ættbálkur: Pinales
Ætt: Þallarætt (Pinaceae)
Ættkvísl: Furur (Pinus)
Undirættkvísl: Strobus
section Parrya
subsection Balfourianae
Tegund:
P. aristata

Tvínefni
Pinus aristata
Engelm.
Útbreiðsla broddfuru
Útbreiðsla broddfuru
Broddfura í náttúrulegu umhverfi í Black Mountain í Colorado
Furunálar og köngull broddfuru

Broddfura er langlíft tré. Elsta þekkta broddfura vex hátt í fjöllum Black Mountain í Colorado í Bandaríkjunum og er hún talin um 2480 ára en þó er sjaldgæft að broddfurur verði yfir 1500 ára gamlar.

Broddfura vex hægt og hentar sem garðtré fyrir litla garða á norðlægum slóðum. Nafnið er tilkomið vegna brodda á könglum hennar.

Skyldar tegundir broddfuru eru Pinus balfouriana og Pinus longaeva. Sú síðarnefnda er meðal elstu þekktra lífvera heims, rúmlega 5000 ára gömul.

Broddfura í Reykjavík
Broddfura í Árnessýslu


Tenglar breyta

Heimildir breyta

  1. „Pinus aristata“. iucnredlist.org. iucnredlist. 2012. Sótt 11. nóvember 2017. „data“
   Þessi trésgrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.
 
Wikiorðabókin er með skilgreiningu á orðinu
 
Wikilífverur eru með efni sem tengist