Brigitte Bierlein

Austurrískur dómari

Brigitte Bierlein (f. 25. júní 1949) er austurrískur dómari. Hún er fyrrum ríkissaksóknari við hæstarétt Austurríkis og hefur frá árinu 2018 verið forseti stjórnlagadómstóls landsins.

Brigitte Bierlein
Kanslari Austurríkis
Í embætti
3. júní 2019 – 7. janúar 2020
Forseti stjórnlagadómstóls Austurríkis
Í embætti
22. febrúar 2018 – 3. júní 2019
Persónulegar upplýsingar
Fædd25. júní 1949 (1949-06-25) (74 ára)
Vín, Austurríki
ÞjóðerniAusturrísk
StjórnmálaflokkurÓflokksbundin
HáskóliVínarháskóli
StarfDómari

Í lok maí árið 2019 skipaði Alexander Van der Bellen, forseti Austurríkis, Bierlein kanslara utanþingsstjórnar eftir að ríkisstjórn Sebastians Kurz sprakk í kjölfar hneykslismála. Áætlað var að hún yrði kanslari þar til nýjar kosningar voru haldnar í september.[1][2] Vegna langra stjórnarmyndunarviðræða gegndi hún embættinu fram í janúar 2020. Bierlein er fyrsta konan sem hefur orðið kanslari Austurríkis.[3]

Æviágrip breyta

Bierlein gekk í skóla í Vín og útskrifaðist úr gagnfræðiskóla árið 1967. Hún nam lögfræði við Vínarháskóla og útskrifaðist með doktorsgráðu árið 1971.[1]

Starfsferill breyta

Brigitte Bierlein tók dómarapróf árið 1975 og varð hverfisdómari í miðhluta Vínarborgar og við glæpadómstól borgarinnar. Frá 1977 var hún fylkissaksóknari, síðan starfsmaður í dómsmálaráðuneytinu og loks starfsmaður hjá ríkissaksóknara Vínarborgar. Frá árinu 1990 til 2002 var hún starfsmaður hjá skrifstofu saksóknara við hæstarétt landsins.[1]

Árið 2003 var Bierlein útnefnd varaforseti stjórnlagadómstóls Austurríkis og árið 2018 varð hún forseti hans. Hún var fyrsta konan til að gegna báðum embættunum.[1]

Þann 30. maí árið 2019 tilkynnti Alexander Van der Bellen, forseti Austurríkis, að hann hefði valið Bierlein til að leiða utanþingsstjórn. Van der Bellen kallaði stjórn hennar „traustsríkisstjórn“ (þýska: Vertrauensregierung) sem ætti að sitja fram að kosningum í september. Tilkynningin kom í kjölfar þess að stjórn Sebastians Kurz féll fyrir vantrauststillögu á austurríska þinginu. Kurz hafði þá slitið stjórnarsamstarfi sínu við austurríska Frelsisflokkinn og kallað til nýrra kosninga vegna myndbands sem birt var af Heinz-Christian Strache, formanni Frelsisflokksins, að lofa ríkisverkefnum í skiptum fyrir fjárstyrki árið 2017.[1][4] Van der Bellen hafði fengið samþykki flokksforingjanna Norberts Hofer, Pamelu Rendi-Wagner og Sebastians Kurz fyrir útnefningunni á Bierlein.[5]

Bierlein gegndi kanslaraembættinu þar til stjórnarmyndunarviðræðum lauk þann 7. janúar 2020 og Kurz varð aftur kanslari.[6]

Tilvísanir breyta

  1. 1,0 1,1 1,2 1,3 1,4 „Brigitte BIERLEIN - Der Österreichische Verfassungsgerichtshof“. www.vfgh.gv.at. Sótt 3. júní 2019.
  2. „Bierlein wird Übergangskanzlerin“ (þýska). ORF at/Agenturen. 30. maí 2019. Sótt 30. maí 2019.
  3. „Bierlein kanslari Austurríkis, fyrst kvenna“. RÚV. 31. maí 2019. Sótt 3. júní 2019.
  4. „Strache-Video - Österreich: Was das Strache-Video so brisant macht - Politik“ (þýska). Süddeutsche.de. Sótt 3. júní 2019.
  5. „Nach Sturz von Sebastian Kurz: Brigitte Bierlein wird Österreichs neue Bundeskanzlerin“ (þýska). Sótt 3. júní 2019.
  6. „Stjórn­ar­kreppa á enda í Aust­ur­ríki“. mbl.is. 2. janúar 2020. Sótt 7. janúar 2020.


Fyrirrennari:
Sebastian Kurz
Kanslari Austurríkis
(3. júní 20197. janúar 2020)
Eftirmaður:
Sebastian Kurz