Bosníufura

Trjátegund í flokki barrtrjáa

Bosníufura (fræðiheiti: Pinus heldreichii) er tegund fura upprunnin frá fjöllum Balkanskaga og suður Ítalíu.[2] Hún finnst í fjöllum Bosníu, Króatíu, suðvestur-Búlgaríu, Albaníu, lýðveldinu Makedóníu, Serbíu, norður-Grikklandi (Valia Kalda, Smolikas og Vasilitsa, Ólympusfjalli og öðrum háum fjöllum), og staðbundið í Ítalíu (hún er tákn Pollino-þjóðgarðsins), og vex í 1500 til 2500m hæð yfir sjávarmáli. Hún nær trjálínu á þessum svæðum. Þetta er sígrænt tré sem verður 25 til 35 metrar á hæð og 2 metra í ummál á stofn.

Bosníufura

Ástand stofns
Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
Fylking: Berfrævingar (Pinophyta)
Flokkur: Barrtré (Pinopsida)
Ættbálkur: Pinales
Ætt: Þallarætt (Pinaceae)
Ættkvísl: Fura (Pinus)
Undirættkvísl: Pinus
section Pinus
subsect. Pinaster
Tegund:
P. heldreichii

Tvínefni
Pinus heldreichii
H.Christ
Náttúruleg útbreiðsla Pinus heldreichii
Náttúruleg útbreiðsla Pinus heldreichii
Samheiti
  • Pinus leucodermis
Pinus heldreichii á Orjen
Útbreiðsla Pinus heldreichii og Abies alba á Orjen hafa mismunandi mynstur. Hin rakakæri hvítþinur er takmarkaður við rakar norðurhlíðar andstætt bosníufuru sem kýs suðurhlíðarnar.
Pinus heldreichii í beykiskógi á Orjen

Hún er í undirflokkinum pinus (tveggjanála fura), (Pinus subgenus Pinus), með nálarnar tvær saman í búnti, með viðvarandi hlíf. Þær eru 4,5 til 10 sm langar og 1.5 til 2 mm þykkar. Könglarnir eru 5 til 9 sm langir, með þunnum og viðkvæmum köngulskeljum; þær eru dökk-purpuralitar fyrir þroska og verða brúnar við þroska um 16 til 18 mánuðum eftir frjóvgun. Fræin eru 6 til 7 mm löng með 2 til 2,5 sm löngum væng og dreifast með vindi.

Flokkunarkerfi breyta

Tegundinni var fyrst lýst sem Pinus heldreichii af Svissneska grasafræðingnum K. Hermann Christ til heiðurs Theodor von Heldreich 1863 eftir eintökum sem safnað var á Ólympusfjalli, og síðan lýst í annað skiptið sem P. leucodermis 1864; höfundur seinni lýsingarinnar (austurríski grasafræðingurinn F. Antoine sem fann hana á Orjen ofan við Kotor-flóa) á vitundar um aðeins eldri lýsinguna. Nokkur miniháttar útlitseinkenni eru frábrugðin á milli lýsinganna (sem hefur leitt til að aðskilaðar á milli þessara "tegunda" hjá sumum grasafræðingum), en þetta hefur ekki verið stutt af nýrri rannsóknum á "tegundunum", sem sýna að bæði nöfnin vísa til sömu tegundarinnar. Mismunurinn á lýsingunum virðast vera mestmegnis vegna þess að eintök Christs hafi verið óþroskuð og samanskroppin eftir þurrkun, hafandi verið safnað í júlí, fjórum mánuðum fyrir þroska.

Ræktun og nytjar breyta

Bosníufura er vinsælt skrauttré í almenningsgörðum og stórum görðum, með öruggan, jafnan, en ekki hraðan vöxt á fjölbreytilegum vaxtarstöðum, og með mjög netta keilulaga krónu. Einnig er hún með mjög skrautlega purpuralita köngla. Hún þolir niður að - 45°C, og er vindþolin. Mörg tré í ræktun eru enn skráð sem "Pinus leucodermis" eða "Pinus heldreichii var. leucodermis".

Aldur breyta

Tré í norður Grikklandi var mælt 1075 ára gamalt 2016.[3]

Virðulegt eintak í Pirin fjöllum í Búlgaríu, þekkt sem "fura Baikushevs", er 24 m há, 2,2m í ummál, og er talin yfir 1300 ára gömul.

Heimildir breyta

  • Conifer Specialist Group (1998). „Pinus heldreichii“. Rauði listi IUCN yfir tegundir í hættu. 1998. Sótt 12. maí 2006.
  • Businský, R. Beitrag zur Taxonomie und Nomenklatur von Pinus heldreichii. 79. árgangur. Mitt. Deutsch. Dendrol. Ges. bls. 91–106.
  • Farjon, A. (2005). Pines. Drawings and Descriptions of the genus Pinus (2nd. útgáfa). Brill. ISBN 90-04-13916-8.
  • Vendramin, G.G., Fineschi, S. Fady, B. Technical guidelines for genetic conservation and use - Bosnian pine, Pinus Heldreichii syn. Pinus leucodermis Geymt 20 desember 2016 í Wayback Machine. EUFORGEN.org

Tilvísanir breyta

  1. Caković, D.; Gargano, D.; Matevski, V. & Shuka, L. (2017). Pinus heldreichii. The IUCN Red List of Threatened Species. IUCN. 2017: e.T42368A95725658. doi:10.2305/IUCN.UK.2017-2.RLTS.T42368A95725658.en. Sótt 13. desember 2017.
  2. Coniferous forests; Folke Andersson; 2005; p.138
  3. New Scientist magazine issue 27th Aug 2016 page 7
 
Wikilífverur eru með efni sem tengist