Bor (verkfæri)

Verkfæri

Bor er verkfæri sem notað er til að gera hringlaga holur eða göt í hin ýmsu efni.

Frá toppi til botns: Spaðabor, trébor, steinbor og stálbor.

Borar koma í mörgum stærðum og gerðum og geta búið til mismunandi tegundir af holum í mörg mismunandi efni, t.d. við, steypu og stál.

Til þess að búa til holu er bor venjulega festur við borvél, sem knýr borinn áfram til að skera í gegnum efnið og mynda holuna, venjulega með snúningslaga hreyfingu. Á öðrum enda bors er yfirleitt flatur kafli sem kallast skaft og festist það í hólk borvélarinnar.