Bokkbjór (þýska: Bockbier, enska: bock beer) er sterkur, fremur sætur lagerbjór; bruggaður að vetrarlagi til sölu að vori.

Bokkbjór var upphaflega dökkur bjór, en getur núna verið dökkur, rauður eða ljósleitur. Nafn sitt bokkbjór (Bockbier) hefur hann fengið frá hinni þýsku bruggborg Einbeck og er miðalda afbökun þess.

Einbecker Ur-Bock í Einbecker flösku

Bjórstílar bokkbjórsins breyta

  • Maibock (maíbokki ) -- ljósleitur bokkbjór venjulega bruggaður til drykkjar að vori.
  • Weizenbock (hveitibokki ) -- mjög sterkur hveitibjór; nefndur svo vegna styrkleikans.
  • Doppelbock (tvöfaldur bokki ) -- sterkari bokkbjór; á uppruna sinn að rekja til bjórs sem munkar brugguðu til að drekka um föstuna.
  • Eisbock (ísbokki ) -- sterkastur bokkbjóra; bjór þessi er fyrst tvöfaldur bokki en er síðan að hluta frosteimaður til að skerpa bragðið og auka áfengismagnið.

Stutt tilvitnun breyta

Halldór Laxness minnist á bokkbjór í einni bóka sinna og segir að hann sé...

 
framleiddur nokkrar vikur að vorinu (oft kallað páskaöl á Norðurlöndum), hefur meiri styrkleika en gert er ráð fyrir samkvæmt maltinnihaldi bjórs til uppjafnaðar yfir árið; en styrkleiki bjórs er miðaður við maltinnihald.
 
 
— Halldór Laxness