Blikreynir (Sorbus chamaemespilus) er tegund af reyni upprunninn úr fjöllum mið- og suður-Evrópu, frá Pýreneafjöllum austur yfir Alpafjöllin til Karpatafjalla að Balkanskaga, í allt að 2500 m. hæð yfir sjávarmáli.[1]

Blikreynir
Grein með blómum og blöðum
Grein með blómum og blöðum
Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
Fylking: Dulfrævingar (Magnoliophyta)
Flokkur: Tvíkímblöðungar (Magnoliopsida)
Ættbálkur: Rósaættbálkur (Rosales)
Ætt: Rósaætt (Rosaceae)
Undirætt: Reynisætt (Maloideae)
Ættkvísl: Reyniviður (Sorbus)
Undirættkvísl: Chamaemespilus
Tegund:
S. chamaemespilus

Tvínefni
Sorbus chamaemespilus
(L.) Crantz
Samheiti

Pyrus chamaemespilus (Linné) Ehrh.
Pyrus alpina (Mill.) Du Roi
Mespilus chamaemespilus Linné
Lazarolus chamaemespilus (Linné) Borckh.
Hahnia chamaemespilus (Linné) Medik.
Crataegus chamaemespilus (Linné) Jacq.
Chamaemespilus humilis M. Roem.
Azarolus chamaemespilus (Linné) Borkh.
Aronia chamaemespilus (Linné) Pers.
Aria chamaemespilus (Linné) Host

Lýsing breyta

Þetta er runni, allt að 2-3m hár. Blöðin eru oddbaugótt, 3–7sm löng, með hvössum oddi og sagtenntum kanti; þau eru græn báðum megin, án hvítu hæringarinnar sem er á flestum tegundum í undirættkvísl Aria. Blómin eru bleik, með fimm framstæð krónublöð 5–7mm löng; þau eru í hálfsveip sem er 3–4sm að ummáli. Berin eru kringlótt, rauð, 10–13mm að ummáli.[1][2]

Þetta er ein tveggja tegunda í undirættkvíslinni Chamaemespilus, sem greinist frá öðrum undirættkvíslum reyni á bleikum (ekki hvítum)blómum með framstæðum krónublöðum (ekki flötum).[2]

Myndir breyta


Tilvísanir breyta

  1. 1,0 1,1 Blamey, M. & Grey-Wilson, C. (1989). Flora of Britain and Northern Europe. ISBN 0-340-40170-2
  2. 2,0 2,1 Rushforth, K. (1999). Trees of Britain and Europe. Collins ISBN 0-00-220013-9.


   Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.
 
Wikilífverur eru með efni sem tengist