Blökkumaur (fræðiheiti: Lasius niger) eru félagsskordýr sem tilheyra ættbálki æðvængja líkt og vespur og býflugur. Þeir eru ein algengasta tegund maura í Evrópu[1] og nær útbreiðslan langt norður eftir Skandinavíu. Hann finnst þar í skógum, engjum og heiðum, oft undir steinum. Einstaka sinnum setjast þeir að í einangrun í veggjum eða fúnu trévirki í húsum.[2] Tegundin hefur einnig hefur fundist árlega frá 2002 á Íslandi og fyrst árið 1994 samkvæmt Náttúrufræðistofnun.[3]

Blökkumaur
Blökkumaur að sinna ullarlúsum
Blökkumaur að sinna ullarlúsum
Vísindaleg flokkun
Ríki: Dýraríki (Animalia)
Fylking: Liðdýr (Arthropoda)
Undirfylking: Sexfætlur (Hexapoda)
Flokkur: Skordýr (Insecta)
Undirflokkur: Vængberar (Pterygota)
Ættbálkur: Æðvængjur (Hymenoptera)
Undirættbálkur: Broddvespur (Apocrita)
Yfirætt: Vespoidea
Ætt: Maurar (Formicidae)
Ættkvísl: Lasius
Tegund:
L. niger

Tvínefni
Lasius niger

Tegundinni hefur verið skipt í tvær; L. niger, sem finnst á opnum svæðum; og L. platythorax, sem er í skóglendi.[4]

Fæða breyta

Blökkumaur nærist helst á hunangsdögg, sem nýtist sem orkuupspretta. Til vaxtar lirfanna safna þeir mikilu magni smáskordýra og lirfa. Þörfin fyrir sykur sem næringu veldur að þeir sækja í sæta matvöru sem manneskjur éta: ávexti, sultur, saft og önnur sætindi.

Viðbótarlesning breyta

Tilvísanir breyta

  1. „Þúsundir maura á Íslandi“. RÚV (enska). 18. júlí 2020. Sótt 19. júlí 2020.
  2. „Wayback Machine“ (PDF). web.archive.org. 12. nóvember 2014. Afritað af uppruna á 12. nóvember 2014. Sótt 19. júlí 2020.
  3. Blökkumaur NÍ. Skoðað 19. júlí 2020.
  4. Klotz, John H. (2008). Urban Ants of North America and Europe: Identification, Biology, and Management. Cornell University Press. bls. 39–44. ISBN 978-0801474736.
   Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.