Bertolt Brecht eða Eugen Berthold Friedrich Brecht (10. febrúar 189814. ágúst 1956) var eitt af áhrifamestu leikskáldum 20. aldar. Hann þróaði nýja tegund leikhúss sem hann kallaði epískt leikhús. Hann er einna þekktastur fyrir Kákasíska krítarhringinn (Der kaukasische Kreidekreis), sem hann samdi sem flóttamaður í Hollywood og Mutter Courage, og kannski einna mest fyrir Túskildingsóperuna (Dreigroschenoper).

Bertolt Brecht, 1954.
Minnismerki um Brecht í Berlín eftir Fritz Cremer.

Ævi breyta

Brecht fæddist í Ágsborg og flutti síðar til Berlínar þar sem hann skrifaði meðal annars Túskildingsóperuna (1928) og Uppgangur og hrun Mahagonníborgar (1930) sem Kurt Weill samdi tónlistaina við. Þegar Adolf Hitler vann kosningarnar 1933 flutti Brecht úr landi og hóf langvinnt flakk um heiminn sem endaði að lokum í Bandaríkjunum. Flestum verkum Brechts frá þessum tíma er beint gegn fasisma. Á tímum Kalda stríðsins lenti hann á svörtum lista vegna tengsla við kommúnista. Hann flutti aftur til Evrópu og þáði boð um að setjast að í Austur-Berlín þar sem hann bjó til dauðadags.

Kenningar Bertolt Brecht breyta

Leikhúsið átti að mati hans ekki að taka þátt í fyrir fram tapaðri samkeppni við kvikmyndina við að skapa blekkingu líkt og í leikhúsi natúralismans, heldur vera eins konar tilraun með aðstæður. Með því að nota framandgervingu (V-effekt) má koma í veg fyrir að áhorfendur lifi sig inn í atburðarásina. Í verkum hans notast hann við klippingu þar sem framvindan er skyndilega rofin með einhverjum hætti, t.d. með söngatriði.

Tengt efni breyta

   Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.