Begínur er heiti á konum sem mynduðu trúarhreyfingu á 13. öld, aðallega á Niðurlöndum, en einnig í nokkrum öðrum nágrannalöndum. Begínur bjuggu við þröngan kost í þar til gerðum hverfum eða klaustrum sem kallast begínuhverfi. Mörg þeirra sem enn standa í dag hafa verið settar á heimsminjaskrá UNESCO.

Begínuhverfi í Breda í Hollandi

Begínur breyta

 

Begínur eiga uppruna sinn á Niðurlöndum. Fyrstu heimildir um þær eru frá 13. öld. Á kirkjuþinginu mikla í Róm 1215 var bannað að stofna nýjar trúarreglur, en aðeins ári síðar hlutu begínur vilyrði fyrir að fá að lifa og starfa einangraðar frá öðrum. Með þessu leyfi voru fyrstu hverfin reist í stórborgum þess tíma á Niðurlöndum, en þaðan breiddust þær út til annarra landa. Begínur voru ekki nunnur í eiginlegum skilningi, þær þurftu hvorki að gangast undir lærdómstíma né taka á sig neina eiða. Sama gilti um karla, en þeir bjuggu einnig sér. Blómatími begína stóð frá miðju 13. öld til fyrri hluta 14. aldar. Til dæmis bjuggu í Köln um 1250 begínur árið 1350 í 25 klaustrum. Almenningur lét sér fátt um finnast en stundum kom það fyrir að begínur voru fyrirlitnar og jafnvel dregnar fyrir kirkjurétt fyrir villutrú. Þetta átti sér sérstaklega stað í Frakklandi um aldamótin 1300. Í rannsóknarréttinum í Toulouse 1307 var mörgum begínum varpað í dýflissu og brenndar á báli. Þetta varð til þess að Jóhannes XXII páfi skipaði svo fyrir að allar þær begínur sem hugðust ganga í viðurkennda nunnureglu skyldu náðaðar. Í þýska ríkinu voru begínur ofsóttar frá fyrri hluta 14. aldar. Víða voru þær fangelsaðar eða teknar af lífi. Þannig fækkaði þeim gríðarlega. Við siðaskiptin gengu þær síðustu nýju trúnni á hönd, eða þær voru neyddar til að ganga í viðurkennd klaustur. Síðustu begínur hurfu í þýska ríkinu síðla á 16. öld. Á Niðurlöndum lifðu begínur við meira frelsi og lifðu víða af óróa siðaskiptanna. Þó að þeim hafi fækkað mikið síðustu aldir, þá voru begínuhverfi enn til í Hollandi og Belgíu langt fram á 20. öld. 2004 voru eingöngu fimm begínur eftir í Flæmingjalandi. 2008 lést síðasta begínan í Gent, 99 ára að aldri. Aðeins ein virk begína er enn á lífi svo vitað sé en hún býr í flæmsku borginni Kortrijk í Belgíu.

Lifnaðarhættir breyta

Begínur bjuggu út af fyrir sig í sérstökum hverfum. Þær gátu gengið í regluna, en yfirgefið hana aftur þegar þeim þóknaðist, ólíkt því sem tíðkast hjá nunnureglum. Þær máttu eiga hluti eða fjármuni en urðu að skilja slíkt eftir ef þær kysu að yfirgefa regluna. Því var sú regla sett á í mörgum begínuhverfum að aðeins konur sem náð hafa fertugsaldri mættu verða begínur. Sérhvert hverfi eða klaustur var stjórnað af hádömu (Grande Dame) sem kosin var til eins árs í senn. Begínur lifðu eftir reglum kristilegs kærleika. Þannig voru þær víða iðnar við að hjúkra sjúkum, annast fátæka og ala upp drengi og stúlkur. Ennfremur störfuðu þær til dæmis við að hreinsa og undirbúa lík fyrir greftrun eða spunnu í vefstofu. Í vissum tilvikum gengu begínur einnig um og betluðu. Hið síðastnefnda kom nokkru óorði á regluna. Þá voru menn ekki á eitt sáttir um trúarsiði begína og því voru þær víða ofsóttar, ekki síst meðan kaþólska kirkjan var einráð.

Begínuhverfi breyta

Í langflestum tilvikum bjuggu begínur (og hinir fáu karlmeðlimir) í sérstökum hverfum sem kallast begínuhverfi (hollenska: Begijnhof; enska og franska]]: Beguinage; þýska: Beginenhof) en einnig í vissum tilfellum í klaustrum. Hverfin voru víða í stórborgum Evrópu þess tíma, þó aðallega á Niðurlöndum. Begínur voru þó mun víðar, svo sem í Frakklandi, þýska ríkinu, jafnvel Englandi, Norður-Ítalíu og Austurríki. Þannig voru til klaustur í Köln, Stuttgart, Magdeburg, Bremen, Lübeck, Stralsund og víðar. Flest voru hverfin þannig skipulögð að húsin stóðu í hring og í miðjunni var opið svæði. Öll voru hverfin með kirkju sem begínur sóttu. Mörg hverfi voru afmörkuð með múr, læk eða skurðum. Til að komast inn í þau varð að ganga í gegnum hlið. Þegar begínur voru ofsóttar voru mörg hverfanna lokuð eða klaustur þeirra notuð í annað. Begínuhverfin hurfu víðast en héldu þó helst velli á Niðurlöndum (Hollandi og Belgíu). Mörg þeirra hafa verið gerð upp og eru íbúðahverfi í dag, í vissum tilfellum stúdentagarðar. Langflest begínuhverfi sem eftir standa eru í Belgíu, en örfá í Hollandi. Í Þýskalandi eru nokkur klaustur enn til og í Englandi er aðeins eitt begínuhús eftir. Í Frakklandi eru öll begínuhverfin eða húsin horfin í dag. Aðeins 26 begínuhverfi eru til enn í dag, flest í Belgíu en nokkur í Hollandi. Af þeim standa þrettán þeirra á heimsminjaskrá UNESCO.

Listi breyta

Listi begínuhverfa (listinn er ekki tæmandi):

Belgía breyta

England breyta

Holland breyta

Þýskaland breyta

Gallerí breyta

Heimildir breyta