Bátakartöflur eru kartöflur sem hafa verið skornar í bátlaga fleyga með hýði og djúpsteiktar, pönnusteiktar eða bakaðar í ofni. Stundum eru þær kryddaðar fyrir steikingu til að þær fái stökka húð. Þær eru bornar fram sem smáréttur eða snakk eða sem meðlæti með hamborgurum eða steikum. Þær eru fyrst og fremst þekktar sem kráarmatur eða skyndibiti og minna á franskar kartöflur (sem eru afhýddar og djúpsteiktar kartöflustangir).

Bátakartöflur bornar fram með tómatsósu.
  Þessi matar eða drykkjargrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.