Avebury er mannvirki frá nýsteinöld sem samanstendur af risasteinum, staðsett við þorpið Avebury í Wiltshire í Englandi. Það er eitt stærsta og fínasta mannvirki frá nýsteinöld í Evrópu, og er um 5.000 ára gamalt. Þó Avebury sé eldra en Stonehenge, sem liggur 32 km fyrir sunnan, er það talið vera frá sömu öldinni. Avebury er staðsett á milli bæjanna Marlborough og Calne, við veginn A4. Að breskum lögum er Avebury friðað sem Scheduled Ancient Monument og er í eigu National Trust. Það er líka á Heimsminjaskrá UNESCO.

Hluti ytri hringsins
Steinabrautin

Mannvirkið samanstendur af nokkrum hringum af risasteinum, steinabrautum (e. stone avenues) og haugum.

  Þessi Englandsgrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.