Augustin Louis Cauchy

Augustin Louis Cauchy (f. 21. ágúst 1789, d. 23. maí 1857) var franskur stærðfræðingur sem skaraði fram úr í Frakklandi á fyrri hluta 19. aldar. Hann skrifaði fjölda stærðfræðilegra ritgerða, líklega um 800 talsins. Hann er talinn vera aðalfrumkvöðull formfestu (rigor) í stærðfræðigreiningu. Hann skilgreindi samfelldni og samleitni með því að hagnýta skilgreiningu markgildis. Einnig ruddi hann brautina í tvinnfallagreiningu. Cauchyruna og ójafna Cauchy-Schwarz er kenndar við hann.

Augustin Louis Cauchy.
  Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.