Aten er fornegypski guðinn Re líkamnaður sem sólin. Amenófis 4. vildi meina að Aton, sem var sólin, skapaði lífið með ljósi sínu, og hélt þannig lífinu við á jörðinni. Sólin réði þannig yfir lífi og dauða einstaklinga samkvæmt Atentrúnni. Atentrúin hélt því einnig fram að það væri líf eftir dauða. Þó ekki eins og í dauðatrúnni hjá Ósíris, eins og var áður.

Akenaten og dóttir hans Meritaten tilbiðja Aten.

Við það að Atentrúin kom fram breytti Amenófis 4. nafni sínu til Akenaten, sem þýddi ”sá sem er góður fyrir Aten” eða ”andi Aten”. Akenaten var málsvari Aten. Þessvegna áttu Egyptar tilbiðja Aten í gegnum Akenaten, sem nokkurs konar staðgengil. Akenaten og aðalkona hans Nefertíti voru þau einu sem áttu að tilbiðja Aten beint. Það má þannig tala um heilaga þrenningu í Aten, Akenaten og Nefertíti.

Miðstöð Atentrúarinnar var í Aketaten, nýbyggðri borg. Meginreglur trúarinnar voru skráðar á steinveggi grafarinnar í Tell el-Amarnah. Þvert á venjur annarra hofa Forn-Egyptalands, voru hof Atens litrík og með opnu þaki til að hleypa sólinni inn. Engar styttur voru leyfðar af Aten; þær voru taldar skurðgoðadýrkun.[1] Hinsvegar voru í staðinn settar fram sambærilegar myndir af Akenaten og fjölskyldu hans að tilbiðja Aten, að fá Ankh (anda lífsins) frá honum. Prestar höfðu minna að gera, þar sem fórnargjafir (ávextir, blóm, kökur) voru takmarkaðar og spámennska var ekki stunduð.[2] Atenhof stunduðu ekki skattlagningu.

Tilvísanir breyta

  1. „Aten, god of Egypt“. Siteseen Ltd. júní 2014. Sótt 22. desember 2014.
  2. „History embalmed: Aten“. 2014 Siteseen Ltd. Sótt 22. desember 2014.


   Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.