Arsène Wenger (f. 22. október 1949 í Strassborg) er franskur þjálfari og fyrrum knattspyrnustjóri Arsenal í ensku úrvalsdeildinni. Wenger tók við liði Arsenal árið 1996 og hann er farsælasti knattspyrnustjóri liðsins frá upphafi. Wenger lék á yngri árum með nokkrum frönsku knattspyrnuliðum á meðan hann nam við Háskólann í Strasbourg. Wenger er menntaður verkfræðingur en hann er einnig með meistaragráðu í hagfræði. Wenger hefur unnið þrjá titla í ensku úrvalsdeildinni og sjö í ensku bikarkeppninni. Hann hætti störfum hjá Arsenal árið 2018.

Arsène Wenger
Sir Arsene Wenger
Upplýsingar
Fullt nafn Arsène Wenger
Fæðingardagur 22. október 1949 (1949-10-22) (74 ára)
Fæðingarstaður    Strasbourg, Frakkland
Hæð 1,91 m
Leikstaða Miðjumaður
Yngriflokkaferill
1963–1969
1969–1973
FC Duttlenheim
Mutzig
Meistaraflokksferill1
Ár Lið Leikir (mörk)
1969-1973 Mutzig ()
1973-1975 Mulhouse 56 (4)
1975-1978 ASPV Strasbourg ()
1978-1981 Strasbourg 11 (0)
Þjálfaraferill
1984–1987
1987–1994
1995–1996
1996–2018
Nancy
AS Monaco
Nagoya Grampus Eight
Arsenal

1 Leikir með meistaraflokkum og mörk
talið í aðaldeild liðsins.

Ferill sem knattspyrnustjóri breyta

 
Arsène Wenger á 10. áratugnum.

Árið 1984 tók Wenger við sem knattspyrnustjóri franska liðsins Nancy en liðinu gekk heldur brösuglega undir hans stjórn og féll í aðra deild á þriðju leiktíð Wenger. Árið 1987 tók hann við stjórnartaumunum hjá A.S. Monaco og gekk betur með það lið. Monaco vann deildina strax þá leiktíð (1987-88) þegar Wenger tók við, og seinna vann hann deildarbikarinn með liðinu árið 1991. Hann fékk marga góða leikmenn til liðsins, t.d. Glenn Hoddle, George Weah og Jürgen Klinsmann. Þá fékk hann einnig hinn 23 ára gamla Youri Djorkaeff frá RC Strasbourg. Wenger bauðst að taka við sem knattspyrnustjóri þýska liðsins Bayern München og franska landsliðinu en afþakkaði. Hann var hins vegar beðinn um að taka pokann sinn hjá Monaco þegar liðinu gekk illa í byrjum leiktíðar 1994-95.

Þá tóku við 18 mánuðir í herbúðum japanska liðsins Nagoya Grampus Eight. Liðið sigraði japanska deildarbikarinn, Emperors Cup,á fyrsta ári Wenger. Þá kom hann liðinu frá botni deildarinnar upp í annað sæti. Hjá Grampus réð Wenger Boro Primorac sem aðstoðarmann en hann átti eftir að verða mikilvægur hlekkur síðar á ferli Wengers hjá Arsenal.

Arsenal breyta

Arsène Wenger kynntist þáverandi stjórnarformanni Arsenal, David Dein, á leik milli Arsenal og Queens Park Rangers árið 1988. Þegar Bruce Rioch fór frá liðinu árið 1996 mælti Gerard Houllier, sem þá vann hjá franska knattspyrnusambandinu, með Wenger í stöðu nýs knattspyrnustjóra. Arsenal staðfesti ráðninguna 28. september en Wenger tók við 1. október. Hann var þá fyrsti knattspyrnustjóri liðsins sem ekki var frá Bretlandseyjunum og jafnframt óþekktur á Englandi.

Wenger mælti með kaupum á Frökkunum Patrick Vieira og Remi Garde til liðsins mánuði áður en hann tók til starfa. Fyrsti leikurinn var gegn Blackburn Rovers 12. október en hann endaði með 2-0 sigri Arsenal. Fyrstu leiktíð Wengers endaði liðið í 3. sæti ensku úrvalsdeildarinnar og rétt missti af sæti í Meistaradeild Evrópu vegna markamunar.

Eftir aðra leiktíð Wengers hjá Arsenal stóð liðið uppi sem sigurvegari bæði ensku úrvalsdeildarinnar og bikarsins. Í deildinni hafði liðið unnið upp 12 stiga forskot Manchester United og tveimur leikjum fyrir deildarlok var titillinn í höfn. Liðið samanstóð meðal annars af þeim Tony Adams, Nigel Winterburn, Lee Dixon og Martin Keown en þeir voru allir leikmenn liðsins áður en Wenger kom til sögunnar. Auk þess fékk Wenger til liðisns Emmanuel Petit og Marc Overmars, auk Viera. Þá voru táningsstjarnan Nicolas Anelka og Dennis Bergkamp aðalsóknarpar liðsins.

Næstu tímabil dró ekki sérstaklega til tíðinda hjá liðinu. Árið 1999 lentu þeir í 2. sæti í deildinni, einu stigi á eftir Manchester United. United sló liðið út í framlengdum undanúrslitaleik í bikarkeppninni. Þá tapaði liðið fyrir Galatasaray í Meistaradeild Evrópu, eftir vítaspyrnukeppni. Tveimur árum síðar lenti Arsenal í 2. sæti í enska deildarbikarnir; Liverpool F.C. stóð þá uppi sem sigurvegarar. Wenger vildi breyta slæmu gengi liðsins og keypti því nokkra nýja leikmenn. Þetta voru meðal annars Sol Campbell frá Tottenham Hotspur, Fredrik Ljungberg, Thierry Henry og Robert Pires.

Nýju liðsmennirnir þurftu sinn aðlögunartíma en þrátt fyrir það sigraði liðið bæði ensku úrvalsdeildina og enska bikarinn leiktíðina 2001-02. Það var í næstsíðasta leik deildarinnar, útileik gegn Manchester United, sem Sylvain Wiltord skoraði eina mark leiksins og tryggði Arsenal sér efsta sætið í deildinni. Þetta var í þriðja sinn sem Arsenal vann úrvalsdeildina.

Leiktíðin 2002-03 byrjaði vel og virtist liðið í fyrstu ætla að verja titilinn. Það dró þó úr liðinu undir lok tímabilsins og Manchester United seildust fram úr. Hins vegar tóku Arsenal-menn enska bikarinn heim með sér.

Leiktíðina 2003-04 sigraði Arsenal úrvalsdeildina; enda ósigraðir, fyrsta lið til þess frá því Preston North End gerðu hið saman leiktíðina 1888–89. Leikíðina 2004-05 vann liðið deildarbikarinn. Alls voru því komnir þrír úrvalsdeildartitlar og fjórir bikartitlar í tíð Wenger. Liðið komst einu sinni í úrslit Meistardeild Evrópu og tapaði þá fyrir FC Barcelona 2-1 (2005-06).

Arsène Wenger framlengdi samning sinn árið 2004 og fjölmörg skipti eftir það. Kröfur voru uppi meðal stuðningsmanna leiktíðina 2016-2017 að Wenger ætti að segja af sér þar sem nokkuð var síðan félagið vann ensku úrvalsdeildina (2004) og hafði liðið ekki verið meðal efstu liða í deildinni það tímabil (endaði í 5. sæti). Aftur á móti hafði Wenger unnið bikartitla síðustu árin (2014, 2015, 2017) og alls sjö sinnum og liðið oftast lent í 3. og 4. sæti í úrvalsdeildinni síðan 2004.

Wenger ákvað að hætta hjá félaginu eftir tímabilið 2017-2018 eftir 22 ár hjá félaginu. Aðdáendur liðsins höfðu mótmælt reglulega veru Wengers sem þjálfara á tímabilinu. Arsenal lenti í 6. sæti ensku úrvalsdeildarinnar og spilaði á móti Atletico Madrid í úrslitum Evrópudeildarinnar þar sem það tapaði 1-0.