Arfgeng heilablæðing

Arfgeng heilablæðing (fræðiheiti Hereditary cystatin C amyloid angiopathy (HCCAA)) er séríslenskur erfðasjúkdómur, sem erfist ókynbundið ríkjandi. Hann stafar af stökkbreytingu sem veldur því að stökkbreytt prótín hleðst upp sem mýlildi (amyloid) í heilaslagæðum arfbera og veldur heilablæðingum í ungu fólki.

Þessi genagalli finnst í níu ættum á Íslandi og hefur erfst í að minnsta kosti tíu ættliði eða þrjár aldir og þeir sem hafa fengið sjúkdóminn eru komnir af breiðfirskum eða sunnlenskum ættum.

Heimildir breyta

  • Arfgeng heilablæðing (Keldur)[óvirkur tengill]
  • „Hvað getið þið sagt mér um arfgeng heilablóðföll?“. Vísindavefurinn.
  • Hereditary cystatin C amyloid angiopathy:: genetic, clinical, and pathological aspects.
  • Arfgeng heilablæðing - Ný rannsóknartækni skilar okkur ört áfram(Morgunblaðið 24. nóvember 1988)