Apaplánetan er miðlunarleyfi í kringum ýmsar tegundir vísindaskáldskapar sem gerist í söguheimi þar sem apar hafa þróað greind á við menn. Sögurnar byggjast á skáldsögunni La Planète des singes eftir franska rithöfundinn Pierre Boulle frá 1963 og gríðarvinsælli kvikmynd sem Franklin J. Schaffner gerði eftir skáldsögunni 1968. Fjórar framhaldsmyndir voru gerðar 1970, 1971, 1972 og 1973 og árið 1974 var sjónvarpsþáttaröð sýnd á CBS. Árið eftir voru teiknimyndaþættir sýndir á NBC.

Leikarar úr sjónvarpsþáttunum 1974.

Árið 2001 leikstýrði Tim Burton endurgerð upprunalegu myndarinnar. Þrjár nýjar framhaldsmyndir hafa síðan komið út 2011, 2015 og 2017, og sú fjórða verður frumsýnd árið 2024.

  Þessi kvikmyndagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.