Anne Hov (um 1846- 1935) var bóndakona í Guðbrandsdalnum í Noregi. Hún þróaði sem ung stúlka sérstaka gerð af mysuost sem kenndur er við Guðbrandsdalinn. Mysuostur var frá fornu fari gerður á bóndabýlum í Noregi með því að sjóða mysu án þess að bæta við mjólk eða rjóma. Úr þeirri suðu kom sykraður smurostur, mysingur. Anne Hov vann á bóndabæ upp í fjöllum í Gålå árið 1863. Henni datt í hug að bæta rjóma við kúamjólk og seyða í járnpotti þangað til vökvinn varð að fastari, feitari og ostkenndari afurð. Hún kallaði þá afurð í fyrstu feitost en seinna var þessi ostur kallaður rjómamysuostur. Þessi ostur varð mjög vinsæll.

Á seinni hluta 18. aldar voru miklar efnahagsþrengingar í Guðbrandsdalnum því hagnaður af sölu korns og smjörs drógst saman. Anne Hov hafði um þetta leyti hafið ostaframleiðslu í stórum stíl og þróað afbrigði af ost þar sem hún bætti einnig við geitamjólk. Hún seldi framleiðslu sína til kaupmannsins Ole Konsli en hann seldi ostinn áfram til Osló undir nafninu Guðbrandsdalsostur. Þessi ostur varð ákaflega vinsæll og mikil sala á honum átti drjúgan þátt í að hjálpa fólki í Guðbrandsdalnum út úr efnahagsþrengingum.

Árið 1933 þegar Anne Hov var 87 ára gömul fékk hún silfurorðu frá norska kónginum fyrir framlag sitt til norskrar matargerðar og efnahagslífs.

Heimild breyta

Tenglar breyta