Amtrak, eða National Railroad Passenger Corporation, er járnbrautarfyrirtæki í Bandaríkjunum sem rekur farþegalestarkerfi á löngum og meðallöngum leiðum í Bandaríkjunum utan Alaska og Hawaii. Amtrak var stofnað árið 1971 og tók yfir starfsemi 20 einkarekinna járnbrauta. Amtrak er í opinberri eigu og fær framlög frá alríkisstjórninni og fylkisstjórnum.

Leiðarkerfi Amtrak.

Leiðarkerfi Amtrak skiptist í 44 leiðir sem eru samtals 34.000 km að lengd. Áfangastaðir eru yfir 500 í 46 bandarískum fylkjum og tveimur kanadískum fylkjum. Fjöldi járnbrautarlesta er um 300. Á sumum leiðum ganga lestar á allt að 240 km hraða. Árið 2015 ferðuðust 30,8 milljón farþegar með Amtrak og tekjur voru 2,185 milljarðar dala. Starfsmenn voru 20.000. Tveir þriðju hlutar farþega koma frá 10 stærstu þéttbýlissvæðum Bandaríkjanna og 83% þeirra ferðast skemur en 400 mílur (644 km). Höfuðstöðvar Amtrak eru í Union Station í Washington D.C.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.