Alsjálfvirkt skotvopn

Alsjálfvirkt skotvopn er skotvopn sem notar hluta af gasi drifefnis til að spenna byssuna, kasta út notuðu skothylki og skjóta næsta skoti. Þannig má tæma skotgeymi byssunnar með því að taka einu sinni í gikkinn og halda honum inni. Hálfsjálfvirk byssa notar einnig hluta af gasi drifefnis til að spenna byssuna og kasta út notuðu skothlyki, en leyfir aðeins að skjóta einu skoti í einu, þ.a. taka þarf í gikkinn í hvert sinn sem hleypt er af.

M2 Browning vélbyssa og tóm skothylki allt um kring