Alexander Ogston (1844 - 1929) var skoskur skurðlæknir sem var frægur fyrir uppgötvun sína á stafýlókokkum.[1] Hann var elsti sonur Francis Ogston (1803 – 1887) prófesors í réttarlögfræði við Háskólann í Aberdeen.[2]

Alexander Ogston
Boyd Orr árið 1949.
Fæddur19. apríl 1844
Dáinn1. febrúar 1929 (84 ára)
ÞjóðerniSkoskur
MenntunHáskólinn í Aberdeen
StörfLæknir
MakiMary Jane Hargrave (1867–1873)
Isabella Margaret Matthews

Störf breyta

Árið 1862 hóf Ogston læknisfræði og skurðlækningar við Marischal College og úskrifaðist þaðan árið 1865 með sóma, þá 21 árs að aldri. Ári seinna, eða árið 1866 lauk hann mastersprófi. Árið 1874 var hann ráðinn sem skurðlæknir við konunglega sjúkrahúsið í Aberdeen.[3] Hann var aðstoðarprófessor við læknisfræðilega lögfræði og lyfjafræði, lektor í augnlækningum og svæfingalæknir þar til hann var ráðinn yfirprófessor yfir skurðlækningum árið 1882.[4]

Ogsten fylgdi samtímamönnum sínum, eins og Koch, J.C. Ewart frá Edinborg, sem opinberaði mismunandi gerðir baktería og Kohler frá Bern. Eftir rannsóknir Ogsten á lífverum í ígerðum hjá James Davidson, notaði Ogsten kofann á bak við hús sitt sem rannsóknarstofu (fékk hann styrk (£ 50) frá Breska læknisfélaginu (BMA), þar sem hann keypti svo Zeiss smásjá og metyl -aniline lit, sem Koch notaði) til að halda áfram rannsóknum sínum.[5]

Eftir að Ogsten fylgdi meginreglum og litunaraðferðum Kochs, einangraði hann sýkingarvaldandi lífverurnar af sári Davidson. Tilraunir Ogston færðu honum þær niðurstöður að bestu ræktunar skilyrði þessara lífvera væru í eggjum, sem látin voru vaxa í litlum flöskum og varið frá mengun með gler skugga. Hann notaði sýni úr 82. ígerðum og tókst að einangra bakteríur úr 65 þeirra. Þá var honum kleift að flytja hreinar kólóníur í naggrísi, hvítar mýs eða villtar mýs. Ogsten áttaði sig fljótt á því að hann hefði tvær tegundir af micrococcus, annar í formi keðja sem fékk nafnið Streptococcus og framleiddi meira af bólgum, hinn óx í þyrpingum, eins og hrogn fiska, sem fékk nafnið stafýlókokkar eða Staphylococcus, sem olli minna af bólgusjúkdómum. Hann benti einnig á að þynning upprunalegs graftarsýnisins sem flutt væri í nýjan einstakling gæti valdið sýkingu. Ogsten sýndi fram á að þessar bakteríur gætu drepist í hita eða með karbólsýru, sem styður fullyrðingar Kochs. Einnig benti hann á að micrococci væri mjög skaðleg þegar henni væri sprautað innfyrir en virðist skaðlaus á yfirborði sára. Við frekari athugun á tilvist einhverra stafýlókokka, eru þeir hluti af eðlilegri flóru.[6]

Ogsten átti í miklum erfiðleikum með að sannfæra sjúkrastofnanir um niðurstöður sínar á stafýlókokkum. Útibú Bandaríkjanna í Aberdeen tók niðurstöðum hans með vantrú. Ritstjóri breska læknablaðsins sagði á þeim tíma „getur eitthvað gott komið frá Aberdeen“. Eftir vandlegar rannsóknir á niðurstöðum Ogsten, var samtímamaður hans, að nafni Joseph Lister sammála niðurstöðum hans, en jafningi hans að nafni Watson Cheyne var enn efins. Í ljósi þessa efasemda, ákvað Ogsten að kynna uppgötvanir sínar á skurðlækna ráðstefnu í Berlín, þar sem hann hafði áður kynnt blaðið Genu valgum þann 9. apríl 1880. Ogsten afhenti þessa kynningu á ígerðum á þýsku og var hún síðan birt. Hann varð síðan félagi í þýska skurðlækna samfélginu 36 ára að aldri, þrátt fyrir fortíð sína og ári seinna birti Ogsten hugmyndir sínar í Breska læknablaðinu. Eftir það var öllum hans pappírum hafnað en í staðinn birti þá í blaði líffæra- og lífeðlisfræði.[7]

Tilvísanir breyta

  1. Smith, G (1965). „Alexander Ogston (1844 – 1929)“. British Journal of Surgery. 52 (12): 917–920. doi:10.1002/bjs.1800521203.
  2. Johnston, William (1899). „Some account of the last bajans of King's and Marischal Colleges, MDCCCLIX-LX: and of those who joined their class in the University of Aberdeen during the semi, tertian and magistrand sessions MDCCCLX-LXIII“. Privately printed by Her Majesty's Printers at the Adelphi Press: 42.
  3. Newsom S. W. (2008). „Ogston's coccus“. J. Hops. Infect. 70 (4): 368–372.
  4. Lyell, A. (1989). „Alexander Ogston, micrococci, and Joseph Lister“. Journal of the American Academy of Dermatology. 20 (2): 302–310. doi:10.1016/S0190-9622(89)70035-9.
  5. Newsom S. W. (2008). „Ogston's coccus“. J. Hops. Infect. 70 (4): 368–372.
  6. Newsom S. W. (2008). „Ogston's coccus“. J. Hops. Infect. 70 (4): 368–372.
  7. Newsom S. W. (2008). „Ogston's coccus“. J. Hops. Infect. 70 (4): 368–372.
   Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.