Alex Ferguson

skoskur knattspyrnustjóri

Sir Alex Ferguson (fæddur 31. desember 1941, einnig þekktur sem Fergie) er skoskur fyrrverandi knattspyrnustjóri og leikmaður. Hann er þekktastur fyrir að hafa verið knattspyrnustjóri enska félagsliðsins Manchester United og var þar við stjórnvöld í rúm 26 ár.

Sir Alex Ferguson
Sir Alex Ferguson
Upplýsingar
Fullt nafn Alexander Chapman Ferguson
Fæðingardagur 31. desember 1941 (1941-12-31) (82 ára)
Fæðingarstaður    Glasgow, Skotland
Hæð 1,78 m
Leikstaða Sóknarmaður
Meistaraflokksferill1
Ár Lið Leikir (mörk)
Þjálfaraferill
1974–1974
1974–1978
1978–1986
1985–1986
1986–2013
East Stirlingshire
St. Mirren
Aberdeen
Skotland
Manchester United


Ferguson var sóknarmaður meðal annars með Dunfermline Athletic og Glasgow Rangers. Hann var markakóngur í efstu skosku deildinni tímabilið 1965–66.

Ferguson hefur áður stýrt liðunum East Stirlingshire, St. Mirren og Aberdeen, auk þess sem að hann stýrði skoska landsliðinu tímabundið. Sem þjálfari Aberdeen 1978-1986 vann hann 3 deildartitla og 4 bikartitla. Hann tók svo við Manchester United þann 6. nóvember 1986 og hætti árið 2013. Hann var afar sigursæll með liðinu og vann 13 titla í ensku úrvalsdeildinni, 5 FA bikara og 2 titla í Meistaradeild Evrópu. Ferguson hlaut viðurkenningu englandsdrottningar árið 1999 fyrir framlag sitt til knattspyrnu.

Árið 2018 fékk Ferguson heilablóðfall. Hann fór í aðgerð og lá á sjúkrahúsi í nokkra daga, en þaðan var hann útskrifaður og náði fullum bata.