Aflatoxín er sveppaeitur sem er hópur efna sem framleidd eru af myglusveppunum Aspergillus flavus, Aspergillus nomius og Aspergillus parasiticus. Þessir sveppir vaxa við ákveðið hitastig og rakastig í matvælum eins og kornvörum, hnetum og fíkjum og í dýrafóðri. Aflatoxín er krabbameinsvaldandi. Rannsóknir á tilraunadýrum hafa sýnt fram á að aflatoxín er eitt mest krabbameinsvaldandi efni sem þekkt er. Eitraðasta tegun aflatoxín er Aflatoxín B1 og það er í einnig í mestu magni.

Heimildir breyta

  • „Hvað er aflatoxín og hefur það einkennandi bragð ef það finnst í matvælum?“. Vísindavefurinn.
  • Sveppaeitur (Matvælastofnun) Geymt 5 mars 2016 í Wayback Machine
  • Sveppaeitur Myconet verkefnið Geymt 5 mars 2016 í Wayback Machine