Adolf Friðrik Svíakonungur

Adolf Friðrik (sænska Adolf Fredrik) var konungur Svíþjóðar frá 1751 til dauðadags síns þann 12. febrúar 1771. Hann var sonur Kristjáns Ágústs af Holstein-Gottorp, prins af Eutin, og Albertinu Fredericu af Baden-Durlach.

Skjaldarmerki Holstein-Gottorp-ætt Konungur Svíþjóðar
Holstein-Gottorp-ætt
Adolf Friðrik Svíakonungur
Adolf Friðrik
Ríkisár 25. mars 175112. febrúar 1771
SkírnarnafnAdolf Fredrik
Fæddur14. maí 1710
 Slésvík, Hertogadæmið Slésvík
Dáinn12. febrúar 1771 (60 ára)
 Stokkhólmur, Svíþjóð
GröfRiddarholm kirkja
Undirskrift
Konungsfjölskyldan
Faðir Kristján Ágúst af Holstein-Gottorp
Móðir Albertina Frederica af Baden-Durlach
DrottningLovísa Ulrika

Dauðdagi breyta

Adolf Friðrik lést snögglega þann 12. febrúar 1771 í Stokkhólmi við grunsamlegar kringumstæður. Einkenni andlátsins benda til hjartaáfalls eða eitrunar. Snemma fóru þó á skrið sögur, sem sagnfræðingar telja í dag uppspuna fjandmanna konungsins, þess efnis að dauðsfallið mætti tekja til ógnarstórrar máltíðar. Að sögn innbyrti konungurinn óhemjumagn af humar, kavíar, súrkáli, síld og kampavíni - auk fjórtán skammta af eftirlætiseftirrétti hans hátignar.

Eftirmæli breyta

Flestum ber saman um að konungurinn hafi verið slakur stjórnandi og skort forystuhæfileika. Hins vegar hefur hann verið álitinn góður eiginmaður, faðir og yfirmaður. Hann þótti prýðilega menntaður og hafði sérstakan áhuga á stjörnufræði og tónlist. Í tómstundum lagði hann stund á trésmíðar og var kunnur fyrir að smíða listafagrar tóbaksdósir.


   Þetta æviágrip sem tengist Svíþjóð og sagnfræði er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.