Árið 476 (CDLXXVI í rómverskum tölum)

Árþúsund: 1. árþúsundið
Aldir:
Áratugir:
Ár:

Atburðir breyta

  • Ágúst - Zenon nær aftur völdum í Austrómverska ríkinu, eftir 20 mánaða útlegð. Basiliskos, sem rændi völdum af Zenon, er sendur í fangelsi í Kappadókíu þar sem hann deyr stuttu síðar úr sulti.
  • 23. ágúst - Ódóvakar, germanskur hershöfðingi, er hylltur sem rex Italiae (konungur Ítalíu) af hermönnum sínum. Ódóvakar heldur völdum yfir Ítalíu til ársins 493.
  • 4. september - Rómúlus Ágústus, síðasti keisari Vestrómverska ríkisins, er rekinn í útlegð af germanska hershöfðingjanum Ódóvakar. Þessi atburður er yfirleitt talinn marka endalok Rómaveldis í Vestur-Evrópu og upphaf miðalda.
  • Vestgotar ráðast inn í Ítalíu gegn Ódóvakar en bíða ósigur. Zenon, keisari Austrómverska ríkisins, miðlar málum milli deiluaðila, og Ódóvakar skilar Vestgotum svæði í Gallíu sem hann hafði nýlega náð völdum yfir.
  • Vetur - Zenon viðurkennir sjálfstæði konungsríkis Vandala sem nær yfir vesturhluta Norður-Afríku, Sardiníu, Korsíku, Baleareyjar og Sikiley. Stuttu síðar afhenda Vandalar Ódóvakar Sikiley gegn gjaldi.

Fædd breyta

Dáin breyta