Þránun er það sem gerist þegar ómettaðar fitusýrur (matarolía eða fita) komast í snertingu við súrefni loftsins og oxast, því þránar fita með miklu magni af ómettuðum fitusýrum auðveldlega. Við það verður feitmeti gjarnan óætt. Til að verjast þráa er þráavarnarefnum (E-vítamín) stundum bætt út í mat.