Þorsteinn Ingi Sigfússon

Þorsteinn Ingi Sigfússon, eðlisfræðingur og prófessor við (fæddur í Vestmannaeyjum 4. júní 1954, d. 15. júlí 2019), var frumkvöðull á sviði orkurannsókna á Íslandi. Stúdent frá MH 1973, nám í eðlisfræði og stærðfræði við háskólann í Kaupmannahöfn 1973-1978 og doktorspróf frá háskólanum í Cambridge á Bretlandi 1982. Hann stofnaði mörg sprotafyrirtæki, m.a. Íslenska NýOrku ehf. og sýndi fram á að nota megi vetni til að knýja ökutæki. Sæmdur riddarakrossi hinnar íslenzku fálkaorðu 2004. Hlaut Alheimsorkuverðlaunin í júní 2007 (um 27 milljónir íslenskra króna, þar af um helminginn til persónulegra nota) og gegnir starfi forstjóra Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands frá sama mánuði. Þorsteinn var bróðir Árna Sigfússonar fyrrverandi bæjarstjóra í Reykjanesbæ, Þórs Sigfússonar fyrrverandi forstjóra Sjóvar hf. og Gylfa Sigfússonar fyrrverandi forstjóra Eimskipafélags Íslands hf. Þorsteinn Ingi kom að stofnun og sat í stjórn Íslenska Orkuklasans (áður Iceland Geothermal) frá 2009-2018.


Tenglar breyta