Þjóðvegur 31 eða Skálholtsvegur er 15 kílómetra langur vegur í Skeiða- og Gnúpverjahreppi og Bláskógum. Hann liggur frá Skeiða- og Hrunamannavegi hjá Reykjum, upp Skeið og um Iðubrú á Hvítá, í gegnum Laugarás framhjá Skálholti og að Biskupstungnabraut hjá Spóastöðum.

Vegurinn var til skamms tíma eina tengileiðin milli vega 30 og 35, og þar með milli Hreppa og Biskupstungna, þar til Hvítárbrú hjá Bræðratungu komst í gagnið árið 2011.

  Þessi samgöngugrein sem tengist Íslandi er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.