Þjóðhöfðingjar Skotlands

Upp úr miðri 11. öld eða jafnvel fyrr voru Skotakonungar farnir að tala um sjálfa sig á latínu sem „rex Scotorum“ eða konung Skota. Sá titill var notaður til 1707, þegar konungsríkið Skotland sameinaðist konungsríkinu Englandi og úr varð konungsríkið Stóra-Bretland. Anna drottning telst því síðasti þjóðhöfðingi Skotlands (og raunar líka Englands) og um leið fyrsti þjóðhöfðingi Stóra-Bretlands. Ríkin tvö höfðu þó haft sameiginlegan konung frá 1603. Síðasti konungur sem krýndur var í Skotlandi var Karl 2., árið 1651.

Skjaldarmerki Skotakonunga, fram til 1603

Þjóðhöfðingjar Skotlands frá 1034 breyta

Dunkeldsætt, 1034–1286 breyta

Dungaður varð konungur eftir móðurafa sinn, Melkólf 2. Hann var svo drepinn af Makbeð, sem ríkti lengi við nokkuð góðan orðstír. Á árunum 1057-1058 barðist Melkólfur 3., sonur Dungaðs við Makbeð og síðan stjúpson hans, Lulach, og settist í hásætið. Eftir að Melkólfur féll í orrustu barðist Dómald bróðir hans við syni hans um völdin. Þeir urðu konungar hver af öðrum en eftir daga Davíðs 1. gekk skoska krúnan jafnan í erfðir frá föður til elsta sonar eða þá bróður.


Mynd Nafn og enskt heiti Gelískt heiti (miðaldagelíska) Tengsl við konungsætt Valdatími Titill Viðurnefni
  Dungaður 1.
(Duncan 1.)
Donnchad mac Crínáin dóttursonur Melkólms 2. 1034–1040 Rí Alban An t-Ilgarach,
„hinn sjúki“.
  Makbeð
(Macbeth)
Mac Bethad mac Findláich Sonur Mormaer Findláech, sonarsonur Melkólms 2. 1040–1057 Rí Alban Rí Deircc,
„rauði konungurinn“
Lulach
(Lulach)
Lulach mac Gille Comgaín sonarsonarsonur Kenneths 3. 1057–1058 Rí Alban Tairbith,
„hinn óheppni“ eða „hinn fávísi“.
Melkólfur 3.
(Malcolm 3.)
Máel Coluim mac Donnchada sonur Dungaðs 1. 1058–1093 Rí Alban/ Scottorum basileus ? Cenn Mór ("Canmore")
„höfðinginn mikli“
Dómald 3.
(Donald 3.)
Domnall mac Donnchada sonur Dungaðs 1. 1093–1097 Rí Alban Bán,
„hinn fríði“.
  Dungaður 2.
(Duncan 2.)
Donnchad mac Maíl Choluim sonur Melkólfs 3. 1094 Rí Alban/ Rex Scottorum
  Játgeir
(Edgar)
Étgar mac Maíl Choluim sonur Melkólfs 3. 1097–1107 Rí Alban/ Rex Scottorum Probus,
„hinn djarfi“.
  Alexander 1.
(Alexander 1.)
Alaxandair mac Maíl Choluim sonur Melkólfs 3. 1107–1124 Rí Alban/ Rex Scottorum „hinn grimmi“.
  Davíð 1.
(David 1.)
Dabíd mac Maíl Choluim sonur Malkólms 3. 1124–1153 Rí Alban/ Rex Scottorum „hinn helgi“.
  Melkólfur 4.
(Malcolm 4.)
Máel Coluim mac Eanric sonarsonur Davíðs 1. 1153–1165 Rí Alban/ Rex Scottorum Virgo
„jómfrúin“.
  Vilhjálmur 1. ljón
(William 1. the Lion)
Uilliam mac Eanric sonarsonur Davíðs 1. 1165–1214 Rí Alban/ Rex Scottorum „Ljón“.
  Alexander 2.
(Alexander 2)
Alaxandair mac Uilliam sonur Vilhjálms ljóns 1214–1249 Rí Alban/ Rex Scottorum
  Alexander 3.
(Alexander 3.)
Alaxandair mac Alaxandair sonur Alexanders 3. 1249–1286 Rí Alban/ Rex Scottorum

Sverrisætt (1286–1290) breyta

Alexander 3. var síðasti konungur af Dunkeldsætt. Eini erfingi hans þegar hann lést af slysförum var Margrét, dóttir Margrétar dóttur hans og Eiríks prestahatara Noregskonungs. Hún var þá þriggja ára. Hún var send til Skotlands haustið 1290 til að alast þar upp en dó á leiðinni. Hún var aldrei krýnd og steig aldrei fæti á skoskt land og er því stundum ekki talin með í skosku konungaröðinni.


Mynd Nafn Tengsl við konungsætt Fædd(ur) Tók við ríki Krýning Ríkti til Dáin(n)
  Margrét
„Jómfrú Margrét“
(„The Maid of Norway“)
dótturdóttir Alexanders 3. snemma árs 1283 25. nóvember 1286 aldrei krýnd september/október 1290

Fyrra konungslausa tímabilið (1290–1292) breyta

Balliol-ætt (1292–1296) breyta

Þegar Margrét litla dó hófst erfðadeila sem stóð í tvö ár. Hún var seinasti afkomandi Vilhjálms ljóns. Þrettán gerðu tilkall til krúnunnar en sterkustu kröfuna áttu tveir afkomendur Davíðs af Huntingdon, yngri bróður Vilhjálms, þeir Jóhann Balliol og Róbert Bruce. Játvarður 1. Englandskonungur var fenginn til að skera úr í deilunni. Hann notaði tækifærið og þvingaði Skota til að sverja sér hollustu sem yfirkonungi. Síðan lét hann konungsvaldið í hendur Jóhanni Balliol. Hann reyndist þó veikur og vanhæfur konungur og árið 1296 neyddi Játvarður hann til að segja af sér og reyndi svo að innlima Skotland í England.

Mynd Nafn Tengsl við konungsætt Fædd(ur) Tók við ríki Krýning Ríkti til Dáin(n)
  Jóhann Balliol
(John Balliol)
langafabarn Davíðs af Huntingdon (bróður Vilhjálms ljóns) um 1249 17. nóvember 1292 30. nóvember 1292 10. júlí 1296
sagði af sér
nóvember 1314

Seinna konungslausa tímabilið (1296–1306) breyta

Bruce-ætt (1306–1371) breyta

Skotland var konungslaust í tíu ár en Skotar neituðu að sætta sig við yfirráð Englendinga. Fyrst leiddi William Wallace baráttuna gegn þeim en síðar tók Róbert Bruce (sonarsonur Róberts Bruce sem keppti um krúnuna 1292) við því hlutverki. Árð 1306 var Róbert krýndur konungur Skota og þar sem Játvarður 2. Englandskonungur reyndist mun veikari en faðir hans hafði verið tókst Skotum að komast undan yfirráðum Englendinga og árið 1329 var gert samkomulag þar sem Englendingar samþykktu sjálfstæði Skotlands. En þegar Róbert dó var Davíð sonur hans barn að aldri og Englendingar hófu ófriðinn að nýju. Davíð eyddi miklum hluta ævinnar í útlegð eða í ensku fangelsi. Hann sneri aftur 1357 og settist í hásæti en dó barnlaus 1371 og þar með leið Bruce-ætt undir lok.

Mynd Nafn Tengsl við konungsætt Fædd(ur) Tók við ríki Krýning Ríkti til Dáin(n)
  Róbert 1.
hinn góði
(Robert Bruce)
langa-langafabarn Davíðs af Huntingdon (bróður Vilhjálms ljóns) 11. júlí 1274 25. mars 1306 7. júní 1329
  Davíð 2.
(David Bruce)
sonur Róberts 1. 5. mars 1324 7. júní 1329 nóvember 1331 22. febrúar 1371

Stewart-ætt/Stuart-ætt breyta

Stewart (1371–1567) breyta

Róbert Stewart var dóttursonur Róberts 1. og erfði ríkið eftir Davíð 2. móðurbróður sinn, sem þó var yngri en hann. Þá var Róbert orðinn gamall og Róbert 3. sonur hans, sem tók við af honum, var fatlaður eftir slys. Eftir þeirra dag var Skotlandi iðulega stýrt af ríkisstjórum því konungarnir voru oft barnungir þegar þeir tóku við ríkjum. Stúart-tímabilið einkennist þess vegna af því að konungsvald veiktist en voldugir aðalsmenn fóru sínu fram. Á milli komu svo tímabil þar sem konungar reyndu að auka vald sitt. Jakob 3. féll í valinn í borgarastyrjöld milli konungs og aðalsmanna. Á endanum var María 1. neydd til að segja af sér og kornungur sonur hennar, Jakob 6., varð konungur.

Mynd Nafn Tengsl við konungsætt Fædd(ur) Tók við ríki Krýning Ríkti til Dáin(n)
  Róbert 2.
(Robert Stewart)
sonarsonur Róberts 1. 2. mars 1316 22. febrúar 1371 26. mars 1371 19. apríl 1390
  Róbert 3.
(fæddur John Stewart)
sonur Róberts 2. um 1340 19. apríl 1390 14. ágúst 1390 4. apríl 1406
  Jakob 1.
(James 1. Stewart)
sonur Róberts 3. 10. desember 1394 4. apríl 1406 2/21. maí 1424 21. febrúar 1437
  Jakob 2.
(James II Stewart)
sonur Jakobs 1. 16. október 1430 21. febrúar 1437 1437 3. ágúst 1460
  Jakob 3.
(James 3. Stewart)
sonur Jakobs 2. 1451/1452 3. ágúst 1460 10. ágúst 1460 11. júní 1488
  Jakob 4.
(James 3. Stewart)
sonur Jakobs 3. 17. mars 1473 11. júní 1488 24. júní 1488 9. september 1513
  Jakob 5.
(James 5. Stewart)
sonur Jakobs 4. 15. apríl 1512 9. september 1513 21. september 1513 14. desember 1542
  María 1.
(Mary Stewart)
dóttir Jakobs 5. 8. desember 1542 14. desember 1542 9. september 1543 24. júlí 1567 8. febrúar 1587

Stuart (1567–1651) breyta

Jakob 6. varð konungur Englands og Írlands sem Jakob 1. árið 1603, þegar Elísabet 1. frænka hans lést. Eftir það höfðu konungarnir aðsetur í Englandi þótt krúnurnar væru enn aðskildar. Borgarastyrjöld hófst 1642 og Karl 1., sonur Jakobs, var tekinn af lífi 1649 og stofnun lýðveldis lýst yfir í Englandi. Eftir nokkurt hik samþykkti skoska þingið að rjúfa tengslin við England og taka Karl, son Karls 1., til konungs. Hannn ríkti sem konungur í Skotlandi til 1651 en þá lögðu herir Olivers Cromwell Skotland undir sig og ráku hann í útlegð.

Mynd Nafn Tengsl við konungsætt Fædd(ur) Tók við ríki Krýning Ríkti til Dáin(n)
  Jakob 6.
(einnig Jakob 1. Englands- og Írlandskonungur)
(James 6. Stuart)
sonur Maríu 1. með Darnley lávarði 19. júní 1566 24. júlí 1567 29. júlí 1567 27. mars 1625
  Karl 1.
(einnig Karl 1. Englands- og Írlandskonungur)
(Charles 1. Stuart)
sonur Jakobs 6. 19. nóvember 1600 27. mars 1625 8. júní 1633 30. janúar 1649
líflátinn
  Karl 2.
(einnig Karl 1. Englands- og Írlandskonungur)
(Charles 2. Stuart)
sonur Karls 1. 29. maí 1630 30. janúar 1649 1. janúar 1651 1651
settur af
6. febrúar 1685

Stuart-ætt (endurreist) (1660–1707) breyta

Með endurreisn konungdæmisins ríkti Stuart-ættin aftur yfir Skotlandi en virti ekki rétt Skota. Karl 2. lagði skoska þingið niður og útnefndi Jakob bróður sinn landstjóra í Skotlandi. Jakob varð konungur 1685 en var rekinn frá völdum eftir þrjú ár. Í stað hans kom María dóttir hans og eiginmaður hennar, Vilhjálmur af Orange. Skoska þingið samþykkti þau sem þjóðhöfðingja eftir nokkurt hik. Anna systir Maríu tók við krúnunni eftir dauða Vilhjálms. Ekkert hinna fjölmörgu barna Önnu komst á legg. Englendingar vildu að krúnan gegni til Soffíu af Hanover, dótturdóttur Jakobs 6., en Skotar vildu fá Jakob prins, son Jakobs 7. og hálfbróður Önnu og Maríu, sem var í útlegð í Frakklandi. Þeir hótuðu að slíta ríkjasambandinu. Englendingar lögðu þá fram áætlun um að sameina ríkin tvö og stofna konungsríkið Stóra-Bretland, sem hefði aðeins einn þjóðhöfðingja og eitt þing. Skotar féllust á þetta með tregðu, aðallega af fjárhagsástæðum, og þar með var sögu konungsríkisins Skotlands lokið.

Mynd Nafn Tengsl við konungsætt Fædd(ur) Tók við ríki Krýning Ríkti til Dáin(n)
  Karl 2.
(öðru sinni)
(Charles 2. Stuart)
sonur Karls 1. 29. maí 1630 29. maí 1660
fékk krúnuna að nýju
1. janúar 1651 6. febrúar 1685
  Jakob 7.
(einnig Jakob 2. Englands- og Írlandskonungur)
(James 7. Stuart)
sonur Karls 1. 14. október 1633 6. febrúar 1685 11. apríl 1689 16. september 1701
  María 2.
(einnig María 2. Englands- og Írlandsdrottning)
(Mary 2. Stuart)
dóttir Jakobs 7. 30. apríl 1662 11. apríl 1689
með Vilhjálmi 2.
28. desember 1694
  Vilhjálmur 2.
(einnig Vilhjálmur 3. Englandskonungur og Vilhjálmur 1. Írlandskonungur)
(William of Orange)
dóttursonur Karls 1., eiginmaður Maríu 2. 14. nóvember 1650 11. apríl 1689
með Maríu 2. til 1694
8. mars 1702
  Anna
(einnig Anna Englands- og Írlandsdrottning)
(Anna Stuart)
dóttir Jakobs 7. 6. febrúar 1665 8. mars 1702 1. maí 1707
Sambandslögin 1707, stofnun Stóra-Bretlands
1. ágúst 1714

Titlarnir Konungur Skota og Drottning Skota hafa ekki verið til síðan 1707. Um þjóðhöfðingja eftir þann tíma, sjá Lista yfir þjóðhöfðingja Bretlands.