Útbrotataugaveiki má ekki rugla saman við taugaveiki, sem er af völdum annarrar bakteríu og smitast með saur.

Útbrotataugaveiki er smitsjúkdómur af völdum Rickettsia prowazekii bakteríunnar. Bakterían dreifist með lúsum sem lifa á mönnum. Einkenni eru hár hiti, höfuðverkur og útbrot.[1] Fyrr á öldum kom sjúkdómurinn upp í skæðum faröldrum og leiddi milljónir til dauða, en í dag er sjúkdómurinn sjaldséður.[1]

Útbrot í sjúklingi með útbrotataugaveiki
Skordýraeitrið DDT var notað gegn lúsum til að hefta útbreiðslu sjúkdómsins.

Útbrotataugaveiki telst til hóps sjúkdóma sem kallast flekkusótt.

Tilvísanir breyta

  1. 1,0 1,1 „Epidemic Typhus | Typhus Fevers | CDC“. www.cdc.gov (bandarísk enska). 18. janúar 2019. Sótt 6. nóvember 2020.