Úsbekíska tilheyrir tyrkísku grein altajískra mála.

Fyrir utan Úsbekistan er hún töluð nokkuð í Túrkmenistan, Tadsikistan, Afganistan, Kasakstan og Kína.

Úsbekíska hefur orðið fyrir miklum áhrifum frá persnesku og hefur glatað því sérhljóðasamræmi stofns og endinga sem einkennir tyrkísk mál.

Úsbekíska hefur lengst af verið rituð með arabísku letri en nú einnig með kyrillísku letri í þeim ríkjum sem tilheyrðu Sovétríkjunum. Elstu textar frá níundu öld.