Úkraína í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva

Úkraína hefur tekið þátt í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva 16 sinnum síðan að frumraun landsins í keppninni átti sér stað árið 2003. Landið hefur sigrað í tvö skipti; árið 2004 með Ruslana og laginu „Wild Dances“ og árið 2016 með Jamala og laginu „1944“, og var þar af leiðandi fyrsta austur-evrópska landið til að vinna tvisvar. Úkraína hélt keppnina árin 2005 og 2017 í Kænugarði (Kýiv).

Úkraína

Sjónvarpsstöð Suspilne
Söngvakeppni Vidbir
Ágrip
Þátttaka 16 (16 úrslit)
Fyrsta þátttaka 2003
Besta niðurstaða 1. sæti: 2004, 2016
Núll stig Aldrei
Tenglar
Síða STB
Síða Úkraínu á Eurovision.tv

Frá innleiðingu undankeppnanna árið 2004, er Úkraína eina landið sem hefur alltaf komist áfram í aðalkeppnina. Úkraína er með samtals sjö topp-5 niðurstöður; Verka Serduchka (2007) og Ani Lorak (2008) í öðru sæti, Zlata Ognevich (2013) í þriðja sæti, Mika Newton (2011) í fjórða sæti og Go_A (2021) í fimmta sæti.

Yfirlit þátttöku (niðurstöður) breyta

Merkingar
1 Sigurvegari
2 Annað sæti
3 Þriðja sæti
Framlag valið en ekki keppt
Þátttaka væntanleg
Ár Flytjandi Lag Tungumál Úrslit Stig U.úrslit Stig
2003 Oleksandr Ponomariov Hasta la Vista enska 14 30 Engin undankeppni
2004 Ruslana Wild Dances enska, úkraínska 1 280 2 256
2005 GreenJolly Razom nas bahato (Разом нас багато) úkraínska, enska 19 30 Sigurvegari 2004 [a]
2006 Tina Karol Show Me Your Love enska 7 145 7 146
2007 Verka Serduchka Dancing Lasha Tumbai þýska, enska, úkraínska, rússneska 2 235 Topp 10 árið fyrr [b]
2008 Ani Lorak Shady Lady enska 2 230 1 152
2009 Svetlana Loboda Be My Valentine! (Anti-Crisis Girl) enska 12 76 6 80
2010 Alyosha Sweet People enska 10 108 7 77
2011 Mika Newton Angel enska 4 159 6 81
2012 Gaitana Be My Guest enska 15 65 8 64
2013 Zlata Ognevich Gravity enska 3 214 3 140
2014 Mariya Yaremchuk Tick-Tock enska 6 113 5 118
2016 Jamala 1944 enska, krímtataríska 1 534 2 287
2017 O.Torvald Time enska 24 36 Sigurvegari 2016 [a]
2018 Mélovin Under the Ladder enska 17 130 6 179
2020 Go_A Solovey (Соловей) úkraínska Keppni aflýst [c]
2021 Go_A Shum (Шум) úkraínska 5 364 2 267
2022 [1] Kalush Orchestra [2] Stefania (Стефанія) úkraínska Væntanlegt
  1. 1,0 1,1 Ef að land hefur unnið árið áður, þarf það ekki að keppa í undanúrslitunum árið eftir.
  2. Samkvæmt þáverandi reglum Eurovision komust öll topp-10 löndin, ásamt „Stóru Fjóru“ löndunum, sjálfkrafa áfram í úrslit næstkomandi ár. Sem dæmi, ef Þýskaland og Frakkland væru innan topp-10 sætanna, fengju löndin í ellefta og tólfta sæti pláss í úrslitunum árið eftir með þeim löndum sem voru líka innan topp-10.
  3. Keppnin árið 2020 var aflýst vegna COVID-19 faraldursins.

Heimildir breyta

  1. „REVEALED: the 41 countries joining Eurovision in Turin 2022“. Eurovision.tv. EBU. 20. október 2021. Afrit af uppruna á 20. október 2021. Sótt 20. október 2021.
  2. „Ukraine: Kalush Orchestra will go to Turin with 'Stefania' 🇺🇦“. Eurovision.tv. EBU. 22. febrúar 2022. Sótt 25. febrúar 2022.
   Þessi sjónvarpsgrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.