Öndóttur kráka Erlingsson

Öndóttur kráka Erlingsson var landnámsmaður í Skagafirði. Hann lenti skipi sínu í Kolbeinsdalsárósi (Kolkuósi) og keypti land af Sleitu-Birni Hróarssyni, frá Gljúfurá út að Kolku, og tók landnám hans yfir utanverða Viðvíkursveit og neðstu bæina í Hjaltadal.

Öndóttur bjó í Viðvík en Þorvarður Spak-Böðvarsson, sonarsonur hans, bjó í Ási (Neðra-Ási) í Hjaltadal og byggði þar kirkju árið 984 ef marka má frásögn Kristni sögu og er það þá fyrsta kirkja sem reist var á Íslandi. Ásbirningar voru afkomendur Öndótts í beinan karllegg.

Heimildir breyta

  • „Landnámabók“.
  • Ólafur Lárusson (1940). Landnám í Skagafirði. Sögufélag Skagfirðinga.